Erlent

Óháð rannsókn verði heimiluð

Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna hvetja stjórnvöld í Líbanon til að heimila alþjóðlega og óháða rannsókn á því hver myrti Rafik Hariri, forsætisráðherra landsins, í síðasta mánuði. Líbanonsstjórn hefur sjálf rannsakað málið en sú rannsókn þykir gölluð og óáreiðanleg. Forseti Líbanons biður Sameinuðu þjóðirnar um að gera það sem nauðsynlegt þyki til að komast til botns í málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×