Innlent

Frumvarpið gæti hindrað útrás

Járniðnaðarmenn telja að frumvarp sem felur meðal annars í sér að Tryggingadeild útflutnings verði lögð niður, geri samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja verri en erlend fyrirtæki búa almennt við og veruleg hætta sé á að útrás fyrirtækja m.a. á sviði véla og tækjabúnaðar dragist verulega saman og að verkefni fari úr landi. Í ályktun sem fundur í trúnaðarmannaráði Félags járniðnaðarmanna samþykkti í dag er andstöðu lýst við frumvarpið. Þá segir í ályktuninni að hlutverk Tryggingardeildar útflutnings sé m.a. að veita innlendum framleiðendum vöru og þjónustu útflutningsábyrgðir á svipaðan hátt og gert er í vestrænum samkeppnislöndum svo og í Austur Evrópu. Samþykkt frumvarpsins veiki samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja. Þá beinir trúnaðarmannaráð Félags járniðnaðarmanna þeim eindregnu tilmælum til Alþingis að sjá til þess að Tryggingadeild útflutnings haldi áfram starfsemi sinni og skapi þannig innlendum fyrirtækjum, stórum sem smáum, jöfn færi til að selja framleiðslu sína á erlendum mörkuðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×