Utanríkis- og varnarmál Færeyinga 30. mars 2005 00:01 Grænlendingar og Færeyingar hafa löngum barist fyrir því að hafa meiri áhrif á utanríkismál sín en gengið hægt. Fram til þessa hafa Danir annast utanríkismál þjóðanna svo sem samningagerð við önnur ríki. Er þar skemmst að minnast samninga sem gerðir voru um Thule-stöðina síðasta sumar. Það var með síðustu embættisverkum Colins Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að ganga frá þeim samningi við Grænlendinga og Dani. Það þótti mikil viðurkenning í garð Grænlendinga að bandaríski utanríkisráðherrann skyldi koma til Grænlands ásamt föruneyti til að undirrita samkomulagið á heimaslóðum formanns grænlensku landstjórnarinnar. Í gær var líka stigið ákveðið skref varðandi utanríkis- og varnarmál Færeyinga, en þá skrifuðu Per Stig Möller, utanríkisráðherra Dana, og Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyinga, undir samkomulag sem á að tryggja þeim meiri áhrif í þessum málum. Með þessu samkomulagi á að tryggja að Færeyingar taki þátt í öllum alþjóðlegum samningum þar sem Færeyjar koma við sögu. Einhver kynni að segja að þetta sé svo sjálfsagt mál að það þurfi ekki einu sinni að ræða það, og það megi líkja því við nýlendustefnu hvernig að þessum málum hafi verið staðið. Þá ber að hafa í huga að Færeyingar hafa ekki enn fengið fullt sjálfstæði, og þeir sem nú fara með völdin í Færeyjum telja þetta skref í sjálfstæðisátt. Þegar Jóhannes Eidesgaard hélt stefnuræðu sína á Ólafsvökunni í Þórshöfn í fyrra var ljóst að Færeyingar myndu ekki fá fullveldi í bráð. Fyrir réttu ári var gert samkomulag milli færeysku landstjórnarinnar og dönsku stjórnarinnar um ákveðna áfanga á fullveldisbraut, og samningurinn sem undirritaður var í Suðurey í gær, er hluti af því samkomulagi. Stjórnarandstæðingar í Færeyjum hafa gagnrýnt þetta samkomulag harðlega og segja að ferlið í átt til fullveldis sem hófst fyrir sjö árum hafi verið stöðvað. Íslendingar hafa stutt við bakið á Færeyingum í baráttu þeirra fyrir fullveldi í orði og á borði. Við höfum miðlað þeim af reynslu okkar varðandi lýðveldisstofnunina, en það eru að sjálfsögðu Færeyingar sjálfir sem verða að taka lokaákvörðun í þessum málum. Skoðanir um fullveldi hafa löngum verið skiptar í Færeyjum og líklega eru Færeyingar mun tengdari Dönum en við vorum á sínum tíma. Tungumálið á sjálfsagt sinn þátt í því. Við Íslendingar höfum heldur ekki staðið okkur nógu vel í því að rækta samstarfið við Færeyinga, þótt þeir hafi sótt til okkar margskonar þekkingu og reynslu. Þeir nota sem dæmi íslensku orðin útvarp og sjónvarp yfir ljósvakamiðla sína og einstaka önnur orð hafa einnig ratað inn í færeyskuna úr íslensku. Það er talandi dæmi um hið nána samband við Dani, að næsta sumar verður áætlunarflug allt að fimm sinnum á dag milli Færeyja og Danmerkur, en hingað til lands hefur yfirleitt aðeins verið flogið nokkrum sinnum í viku milli landanna. Siglingar Norrænu hafa haft mikla þýðingu fyrir sambandið milli Íslands og Færeyja og sér þess einkum stað þegar ferðast er um Austurland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun
Grænlendingar og Færeyingar hafa löngum barist fyrir því að hafa meiri áhrif á utanríkismál sín en gengið hægt. Fram til þessa hafa Danir annast utanríkismál þjóðanna svo sem samningagerð við önnur ríki. Er þar skemmst að minnast samninga sem gerðir voru um Thule-stöðina síðasta sumar. Það var með síðustu embættisverkum Colins Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að ganga frá þeim samningi við Grænlendinga og Dani. Það þótti mikil viðurkenning í garð Grænlendinga að bandaríski utanríkisráðherrann skyldi koma til Grænlands ásamt föruneyti til að undirrita samkomulagið á heimaslóðum formanns grænlensku landstjórnarinnar. Í gær var líka stigið ákveðið skref varðandi utanríkis- og varnarmál Færeyinga, en þá skrifuðu Per Stig Möller, utanríkisráðherra Dana, og Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyinga, undir samkomulag sem á að tryggja þeim meiri áhrif í þessum málum. Með þessu samkomulagi á að tryggja að Færeyingar taki þátt í öllum alþjóðlegum samningum þar sem Færeyjar koma við sögu. Einhver kynni að segja að þetta sé svo sjálfsagt mál að það þurfi ekki einu sinni að ræða það, og það megi líkja því við nýlendustefnu hvernig að þessum málum hafi verið staðið. Þá ber að hafa í huga að Færeyingar hafa ekki enn fengið fullt sjálfstæði, og þeir sem nú fara með völdin í Færeyjum telja þetta skref í sjálfstæðisátt. Þegar Jóhannes Eidesgaard hélt stefnuræðu sína á Ólafsvökunni í Þórshöfn í fyrra var ljóst að Færeyingar myndu ekki fá fullveldi í bráð. Fyrir réttu ári var gert samkomulag milli færeysku landstjórnarinnar og dönsku stjórnarinnar um ákveðna áfanga á fullveldisbraut, og samningurinn sem undirritaður var í Suðurey í gær, er hluti af því samkomulagi. Stjórnarandstæðingar í Færeyjum hafa gagnrýnt þetta samkomulag harðlega og segja að ferlið í átt til fullveldis sem hófst fyrir sjö árum hafi verið stöðvað. Íslendingar hafa stutt við bakið á Færeyingum í baráttu þeirra fyrir fullveldi í orði og á borði. Við höfum miðlað þeim af reynslu okkar varðandi lýðveldisstofnunina, en það eru að sjálfsögðu Færeyingar sjálfir sem verða að taka lokaákvörðun í þessum málum. Skoðanir um fullveldi hafa löngum verið skiptar í Færeyjum og líklega eru Færeyingar mun tengdari Dönum en við vorum á sínum tíma. Tungumálið á sjálfsagt sinn þátt í því. Við Íslendingar höfum heldur ekki staðið okkur nógu vel í því að rækta samstarfið við Færeyinga, þótt þeir hafi sótt til okkar margskonar þekkingu og reynslu. Þeir nota sem dæmi íslensku orðin útvarp og sjónvarp yfir ljósvakamiðla sína og einstaka önnur orð hafa einnig ratað inn í færeyskuna úr íslensku. Það er talandi dæmi um hið nána samband við Dani, að næsta sumar verður áætlunarflug allt að fimm sinnum á dag milli Færeyja og Danmerkur, en hingað til lands hefur yfirleitt aðeins verið flogið nokkrum sinnum í viku milli landanna. Siglingar Norrænu hafa haft mikla þýðingu fyrir sambandið milli Íslands og Færeyja og sér þess einkum stað þegar ferðast er um Austurland.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun