Erlent

Hafna Frakkar stjórnarskránni?

Meira en helmingur Frakka ætlar að hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem tímaritið Economist greinir frá. Fyrir aðeins mánuði síðan bentu kannanir til þess að rúmlega sextíu prósent Frakka myndu samþykkja stjórnarskrána en samkvæmt tveim nýlegum könnunum er nú meira en helmingur þjóðarinnar henni andvígur. Kosið verður um stjórnarskrána í Frakklandi í lok maí. Forkólfar Frakka í Evrópumálum segja það ekkert minna en stórslys ef almenningur í Frakklandi hafni stjórnarskránni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×