Innlent

Naumur meirihluti fylgjandi álveri

Naumur meirihluti Akureyringa og annarra Eyfirðinga, eða 51,6 prósent, er hlynntur því að álver rísi í grennd við Akureyri. Rúmlega 32 prósent Eyfirðinga eru því hins vegar andvíg og rúm þrettán prósent tóku ekki afstöðu. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem IMG Gallup gerði fyrir iðnaðarráðuneytið og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðhera kynnti á fjölmennum fundi um stóriðju á Akureyri í gærkvöldi. Valgerður sagði að niðurstöðurnar kæmu sér á óvart enda hefði hún búist við meira fylgi við álver en raunin hefði verið. Einnig kom fram á fundinum að mörg fyrirtæki við Eyjafjörð eru að undirbúa stofnun félags til að tryggja að álver rísi við Eyjafjörð en aðrir kostir fyrir norðan eru við Húsavík og í mynni Skagafjarðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×