Innlent

Áhugi minni en búist var við

Mun minni áhugi er fyrir álveri við Eyjafjörð meðal Eyfirðinga en stjórnvöld höfðu reiknað með, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Naumur meirihluti þeirra Akureyringa og annarra Eyfirðinga sem tóku þátt í skoðanakönnuninni, sem IMG Gallup gerði, eða 51,6 prósent er hlynntur því að álver rísi í grennd við Akureyri. Rúmlega 32 prósent eru því andvíg og rúm 13 prósent tóku ekki afstöðu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kynnti þessar niðurstöður á fjölmennum fundi um stóriðju á Akureyri í gærkvöldi og sagði að niðurstöðurnar kæmu sér á óvart, hún hafi búist við meira fylgi við álver en raunin er. Einnig kom fram á fundinum að mörg fyrirtæki við Eyjafjörð eru að udnribúa stofnun félags til að tryggja að álver rísi við Eyjafjörð en aðrir kostir fyrir norðan eru Bakki við Húsavík og Skollanes í mynni Hjaltadals í Skagafirði. Bæði Þingeyingar og Skagfirðingar hafa í orði kveðnu sýnt mikinn áhuga á að fá álver en fréttastofu Bylgjunnar er ekki kunnugt um hvort búið er að gera viðlíka skoðanakönnun meðal almennings þar og gert hefur verið við Eyjafjörð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×