Innlent

Afnám verðtryggingar enn á dagskrá

"Málið hefur verið tekið fyrir á þingflokksfundum og vinna er hafin í viðskiptaráðuneytinu," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Á stefnuskrá flokksins fyrir yfirstandandi kjörtímabil var að afnema verðtryggingu allra lána skemmri en tuttugu ár en tveimur árum síðar bólar lítið á efnum. Hjálmar segir enn stefnt að því innan flokksins að koma verðtryggingunni fyrir kattarnef á kjörtímabilinu. "Þetta hefur mætt mikilli andstöðu meðal annars hjá bönkunum sem vilja meina að slíkt leiði til vaxtahækkunar þó ég skilji ekki hvernig þeir fá þá niðurstöðu. Miðað við reynslu nágrannalanda hefur það ekki verið raunin." Hjálmar segist ekki vita hvenær sjá megi fyrir endann á vinnu vegna þessa máls en það sé síður en svo gleymt og grafið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×