Innlent

Minnir á Keilisnes sem góðan kost

Stjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem minnt er á að stóriðja á Keilisnesi hafi verið talin besti kostur fyrir næstu stóriðju á Íslandi og svo sé enn. Stjórn félagsins skorar á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að beita sér fyrir því að næsta stóriðja á Íslandi verði á Suðurnesjum. Þar hafa farið fram rannsóknir og fjölmargar athuganir á kostum þess að staðsetja hvers konar stórframkvæmdir þar og þær mæli allar með staðsetningu á Suðurnesjum. Yfirlýsingin kemur í kjöfar fréttta af því að mun minni áhugi er fyrir álveri við Eyjafjörð en stjórnvöld höfðu reiknað með. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Þar eru 51,6 prósent hlynnt því að álver rísi í grennd við Akureyri, rúmlega 32 prósent því andvíg og rúm 13 prósent tóku ekki afstöðu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kynnti þessar niðurstöður á fjölmennum fundi um stóriðju á Akureyri í gærkvöldi og sagði að niðurstöðurnar kæmu sér á óvart. Þá hefur verið rætt um stóriðju á öðrum stöðum fyrir norðan, við Bakka við Húsavík og á Skollanes í mynni Hjaltadals í Skagafirði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×