Allt bendir til álvers á Húsavík 5. apríl 2005 00:01 Að undanförnu hefur Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kynnt íbúum á Norðurlandi niðurstöður könnunar varðandi afstöðu fólks þar varðandi álver og virkjanir. Lengi hefur verið talað um að reisa álver í Eyjafirði og þar hafa verið gerðar margskonar athuganir varðandi slíka stóriðju. Menn hafa einblínt þar á ákveðna staði út með firði og gert áætlanir út frá því. Ekkert varð hinsvegar úr framkvæmdum, því þáverandi ráðmenn í iðnaðarráðuneyti höfðu meiri áhuga á að næsta álver yrði reist í þeirra kjördæmi eða á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd. Raunin varð hinsvegar sú að ekkert varð úr þeim fyrirætlunum, og næsta álver reis á Grundartanga í Hvalfirði og þar er nú unnið hörðum höndum að stækkun þess. Á undanförnum misserum hafa svo Norðlendingar aftur sýnt áhuga á álveri, og að þessu sinni kemur þessi áhugi úr mörgum áttum og rætt er um marga staði , því menn sjá hvers konar kraftur kemur í allt líf á þeim stöðum þar sem stóriðja rís. Nú er aðallega rætt um fjóra staði fyrir álver á Norðurlandi. Þessir staðir eru Húsavík, Eyjafjörður, Skagafjörður og sunnan Skagastrandar. Iðnaðarráðherra hefur farið þá skynsamlegu leið að láta kanna hug íbúa á Norðurlandi til álvers og virkjana og síðan hafa þessar niðurstöður verið kynntar á hverjum stað. Þegar búið er að kynna þessar niðurstöður á Húsavík, Akureyri og Sauðárkróki kemur í ljós að langmestur áhugi er fyrir álveri meðal Þingeyinga, og þarf það í sjálfu sér ekki að koma á óvart þegar tillit er tekið til allra aðstæðna og þeirra frumhugmynda sem þar eru uppi um álver. 66 prósent þeirra Þingeyinga sem spurðir voru kváðust hlynntir álveri í nágrenni Húsavíkur, rúmlega 51 prósent Eyfirðinga og Akureyringa sögðust hlynntir álveri í nágrenni Akureyrar og áhugi Skagfirðinga var áberandi minnstur, því þar vildu aðeins 37 prósent aðspurðra álver í Skagafirði. Þegar Eyfirðingar og Akureyringar voru svo spurðir um hvort þeir væru hlynntir álveri á Norðurlandi utan Eyjafjarðar kom í ljós að um tveir þriðju þeirra eru hlynntir því, meira en helmingur Þingeyinga var hlynntur álveri annarsstaðar á Norðurlandi og svipaðar undirtekir voru við sömu spurningu í Skagafirði. Fram til þessa hafa verið uppi mjög mismunandi skoðanir um hvar á Norðurlandi álver ætti að rísa, en nú virðast vera komnar hreinni línur í það mál og bendir allt á fyrirhugaðan stað skammt sunnan Húsavíkur. Húsavík og nágrenni hefur marga heppilega kosti varðandi meðalstórt álver. Þar vegur þyngst að tiltölulega stutt er í orkulindir á Þeistareykjasvæðinu sem virkjaðar yrðu og því minni áhirf á umhverfið af miklum háspennulínum en víða annarsstaðar. Eftir fundaferð Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra ættu menn þvi að geta farið að huga fyrir alvöru að staðsetningu nýs álvers, þar sem meginhluti orkunnar til álversins yrði fenginn úr iðrum jarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun
Að undanförnu hefur Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kynnt íbúum á Norðurlandi niðurstöður könnunar varðandi afstöðu fólks þar varðandi álver og virkjanir. Lengi hefur verið talað um að reisa álver í Eyjafirði og þar hafa verið gerðar margskonar athuganir varðandi slíka stóriðju. Menn hafa einblínt þar á ákveðna staði út með firði og gert áætlanir út frá því. Ekkert varð hinsvegar úr framkvæmdum, því þáverandi ráðmenn í iðnaðarráðuneyti höfðu meiri áhuga á að næsta álver yrði reist í þeirra kjördæmi eða á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd. Raunin varð hinsvegar sú að ekkert varð úr þeim fyrirætlunum, og næsta álver reis á Grundartanga í Hvalfirði og þar er nú unnið hörðum höndum að stækkun þess. Á undanförnum misserum hafa svo Norðlendingar aftur sýnt áhuga á álveri, og að þessu sinni kemur þessi áhugi úr mörgum áttum og rætt er um marga staði , því menn sjá hvers konar kraftur kemur í allt líf á þeim stöðum þar sem stóriðja rís. Nú er aðallega rætt um fjóra staði fyrir álver á Norðurlandi. Þessir staðir eru Húsavík, Eyjafjörður, Skagafjörður og sunnan Skagastrandar. Iðnaðarráðherra hefur farið þá skynsamlegu leið að láta kanna hug íbúa á Norðurlandi til álvers og virkjana og síðan hafa þessar niðurstöður verið kynntar á hverjum stað. Þegar búið er að kynna þessar niðurstöður á Húsavík, Akureyri og Sauðárkróki kemur í ljós að langmestur áhugi er fyrir álveri meðal Þingeyinga, og þarf það í sjálfu sér ekki að koma á óvart þegar tillit er tekið til allra aðstæðna og þeirra frumhugmynda sem þar eru uppi um álver. 66 prósent þeirra Þingeyinga sem spurðir voru kváðust hlynntir álveri í nágrenni Húsavíkur, rúmlega 51 prósent Eyfirðinga og Akureyringa sögðust hlynntir álveri í nágrenni Akureyrar og áhugi Skagfirðinga var áberandi minnstur, því þar vildu aðeins 37 prósent aðspurðra álver í Skagafirði. Þegar Eyfirðingar og Akureyringar voru svo spurðir um hvort þeir væru hlynntir álveri á Norðurlandi utan Eyjafjarðar kom í ljós að um tveir þriðju þeirra eru hlynntir því, meira en helmingur Þingeyinga var hlynntur álveri annarsstaðar á Norðurlandi og svipaðar undirtekir voru við sömu spurningu í Skagafirði. Fram til þessa hafa verið uppi mjög mismunandi skoðanir um hvar á Norðurlandi álver ætti að rísa, en nú virðast vera komnar hreinni línur í það mál og bendir allt á fyrirhugaðan stað skammt sunnan Húsavíkur. Húsavík og nágrenni hefur marga heppilega kosti varðandi meðalstórt álver. Þar vegur þyngst að tiltölulega stutt er í orkulindir á Þeistareykjasvæðinu sem virkjaðar yrðu og því minni áhirf á umhverfið af miklum háspennulínum en víða annarsstaðar. Eftir fundaferð Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra ættu menn þvi að geta farið að huga fyrir alvöru að staðsetningu nýs álvers, þar sem meginhluti orkunnar til álversins yrði fenginn úr iðrum jarðar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun