Innlent

Breyta þarf eignarhaldi félaga

Búist er við að fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra nái í dag samkomulagi um það að leggja til að í nýjum fjölmiðlalögum verði gert ráð fyrir banni við því að einstaklingur eða fyrirtæki eigi meira en fjórðung í fjölmiðlafyrirtæki. Fréttablaðið greinir frá þessu. Miðað verði við að þetta ákvæði nái aðeins til fjölmiðlafyrirtækja með ákveðna markaðshlutdeild, líklega 25 til 30 prósent. Samkvæmt þessu þyrfti að breyta eignarhaldi á 365 fjölmiðlum, Skjá einum og Morgunblaðinu. Þetta er gert til að sporna við samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlum og jafnframt á að tryggja sjálfstæði ritstjórna gagnvart eigendum. Hins vegar er fallið frá eldri hugmyndum um bann við því að sami aðili megi bæði eiga í ljósvakamiðli og prentmiðli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×