Innlent

Fjölmiðlamál rædd á þingi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti í dag skýrslu fjölmiðlanefndarinnar á Alþingi og fara nú fram umræður um hana á þinginu. Ráðherra sagði mikilvægt að fram færi víðtæk og málefnaleg umræða um þær tillögur sem lagðar væru fram af fjölmiðlanefndinni og hvatti hún fjölmiðla til þess að axla ábyrgð með svipuðum hætti og stjórnmálamenn gerðu með því að ná þvertpólitískri sátt um málið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu í umræðunum að skýrslan hefði verið vel unnin og að starf fjölmiðlanefndarinnar hefði verið yfirvegað og engan veginnn í takt við það fjaðrafok sem einkenndi fjölmiðlamálið í fyrra. Að loknum umræðum um skýrslu fjölmiðlanefndarinnar mun menntamálaráðherra mæla fyrir frumvarpi um Ríkisútvarpið en samkvæmt því verður Ríkisútvarpinu breytt í sameignarfélag í eigu íslenska ríkisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×