Málin sem nefndir fjalla um 11. apríl 2005 00:01 Á vefnum hjá Agli var í vikunni eftirfarandi spurning: "Treystir þú því að eðlilega sé staðið að sölu Símans?" Mikill meirihluti, nærri 85%, svarar spurningunni neitandi. Skyldu stjórnmálamenn ekki vera svolítið áhyggjufullir yfir því hvað fólk ber lítið traust til þeirra og verka þeirra? Mér er næst að ætla að þeim sé alveg sama. Kannski skýla sér þeir að baki þeirri hugsun að það sem þeir fást við sé svo flókið að fólk skilji það ekki almennilega og þess vegna skipti engu máli hvað umbjóðendunum finnst. Svo er líka auðheyrt á sumum stjórnmálamönnum að þeim finnst frekar lítið til allra vangaveltna um lýðræði koma og vilja leggja áherslu á barn- og fjölskylduvænt samfélag. Er einhver á móti því? Áramótaheit forsætisráðherrans fólst einmitt í því að lofa að setja á stofn nefnd um þessi mál. Ég held ég hafi heyrt einhvers staðar að fyrsta málið sem nefndin ætlar að fjalla um varði skólabúninga. Svolítið einkennilegt að heila ríkisskipaða nefnd þurfi til að fjalla um slík mál, geta foreldrar ekki einfaldlega ákveðið það? Er þetta ekki heldur mikil forsjárhyggja, svona eins og þegar þingmenn eyða tíma sjálfra sín og annarra í að fjalla um yfirdrætti fólks í bönkum landsins. Getur verið að þessir stjórnmálmenn sakni tímanna þegar lánsfé var skammtað og menn sátu löngum stundum á biðstofum bankanna og þeir fengu bara lán sem þekktu mann sem þekkti mann sem þekkti bankastjóra. Að störfum er nefnd sem á að leggja fram tillögur um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er mikilvægasta plagg þjóðarinnar. Nefndin hefur góðan tíma til að vinna að þessu máli eða að því er mér skilst þar til í ársbyrjun 2007. Af erindisbréfi nefndarinnar mátti skilja að stjórnarherrarnir vildu fyrst og fremst hefta völd forsetans. Það er nokkuð ljóst að eftir að forsetinn beitti neitunarvaldi því sem stjórnarskráin færir honum verður meiri barátta um það embætti en verið hefur, í það minnsta í minnum okkar sem erum hálfsextug. Þess vegna ætti stjórnarskrárnefndin að velta fyrir sér að gjörbreyta hér stjórnskipuninni og færa valdið nær þjóðinni. Til hvers að hafa þjóðkjörinn forseta sem má ekki vera annað en puntudúkka og svo forsætisráðherra sem kannski er kosinn af 15% þjóðarinnar, sem vílar og dílar við vini sína og samningabræður um alla hluti: hver á að eiga Símann, hver á að eiga bankana og almennt og yfirleitt hver má gera hvað klukkan hvað. Ef forsetinn væri handhafi framkvæmdavaldsins og bæri á því fulla ábyrgð, þyrfti hann einnig að standa kjósendum ábyrgð gerða sinna, svo sem eins og hverjum er seldur Síminn og hvað fylgir með í kaupunum. Fjölmiðlanefnd hefur skilað áliti. Talað er um pólitíska sátt. Þetta virðast farsæl vinnubrögð. Varla eru allir sáttir við allt sem í nefndarálitnu stendur. Ég skil t.d. ekki hvers vegna þarf að setja sérstök ákvæði um eignarhald á fjölmiðlum frekar en aðra starfsemi. Það er nú samt þannig að enginn getur fengið fram allt sem hann eða hún vill. Svo eru aðrir sem tala af lítilsvirðingu um vinnubrögð af þessu tagi og kalla þau "eitthvað sem kallað er umræðustjórnmál" og finnst lítið til koma. Það eru þeir sem telja að þeir einir eigi að hafa áhrif á pólitík í landinu, sem hafa af því lífsviðurværi. Við hin sem kjósum eigum ekkert að koma að þeim málum. Ef fólkið í landinu hefði ekki látið í sér heyra síðastliðið sumar hefði fjölmiðlanefndin ekki verið skipuð. Ef einhverjir þingmenn halda að þeir hafi velt einhverjum steinum í þeim átökum og þeirri atburðarás sem varð í pólítíkinni síðastliðið sumar, þá eru þeir einfaldlega með brenglaða sjálfsímynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Á vefnum hjá Agli var í vikunni eftirfarandi spurning: "Treystir þú því að eðlilega sé staðið að sölu Símans?" Mikill meirihluti, nærri 85%, svarar spurningunni neitandi. Skyldu stjórnmálamenn ekki vera svolítið áhyggjufullir yfir því hvað fólk ber lítið traust til þeirra og verka þeirra? Mér er næst að ætla að þeim sé alveg sama. Kannski skýla sér þeir að baki þeirri hugsun að það sem þeir fást við sé svo flókið að fólk skilji það ekki almennilega og þess vegna skipti engu máli hvað umbjóðendunum finnst. Svo er líka auðheyrt á sumum stjórnmálamönnum að þeim finnst frekar lítið til allra vangaveltna um lýðræði koma og vilja leggja áherslu á barn- og fjölskylduvænt samfélag. Er einhver á móti því? Áramótaheit forsætisráðherrans fólst einmitt í því að lofa að setja á stofn nefnd um þessi mál. Ég held ég hafi heyrt einhvers staðar að fyrsta málið sem nefndin ætlar að fjalla um varði skólabúninga. Svolítið einkennilegt að heila ríkisskipaða nefnd þurfi til að fjalla um slík mál, geta foreldrar ekki einfaldlega ákveðið það? Er þetta ekki heldur mikil forsjárhyggja, svona eins og þegar þingmenn eyða tíma sjálfra sín og annarra í að fjalla um yfirdrætti fólks í bönkum landsins. Getur verið að þessir stjórnmálmenn sakni tímanna þegar lánsfé var skammtað og menn sátu löngum stundum á biðstofum bankanna og þeir fengu bara lán sem þekktu mann sem þekkti mann sem þekkti bankastjóra. Að störfum er nefnd sem á að leggja fram tillögur um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er mikilvægasta plagg þjóðarinnar. Nefndin hefur góðan tíma til að vinna að þessu máli eða að því er mér skilst þar til í ársbyrjun 2007. Af erindisbréfi nefndarinnar mátti skilja að stjórnarherrarnir vildu fyrst og fremst hefta völd forsetans. Það er nokkuð ljóst að eftir að forsetinn beitti neitunarvaldi því sem stjórnarskráin færir honum verður meiri barátta um það embætti en verið hefur, í það minnsta í minnum okkar sem erum hálfsextug. Þess vegna ætti stjórnarskrárnefndin að velta fyrir sér að gjörbreyta hér stjórnskipuninni og færa valdið nær þjóðinni. Til hvers að hafa þjóðkjörinn forseta sem má ekki vera annað en puntudúkka og svo forsætisráðherra sem kannski er kosinn af 15% þjóðarinnar, sem vílar og dílar við vini sína og samningabræður um alla hluti: hver á að eiga Símann, hver á að eiga bankana og almennt og yfirleitt hver má gera hvað klukkan hvað. Ef forsetinn væri handhafi framkvæmdavaldsins og bæri á því fulla ábyrgð, þyrfti hann einnig að standa kjósendum ábyrgð gerða sinna, svo sem eins og hverjum er seldur Síminn og hvað fylgir með í kaupunum. Fjölmiðlanefnd hefur skilað áliti. Talað er um pólitíska sátt. Þetta virðast farsæl vinnubrögð. Varla eru allir sáttir við allt sem í nefndarálitnu stendur. Ég skil t.d. ekki hvers vegna þarf að setja sérstök ákvæði um eignarhald á fjölmiðlum frekar en aðra starfsemi. Það er nú samt þannig að enginn getur fengið fram allt sem hann eða hún vill. Svo eru aðrir sem tala af lítilsvirðingu um vinnubrögð af þessu tagi og kalla þau "eitthvað sem kallað er umræðustjórnmál" og finnst lítið til koma. Það eru þeir sem telja að þeir einir eigi að hafa áhrif á pólitík í landinu, sem hafa af því lífsviðurværi. Við hin sem kjósum eigum ekkert að koma að þeim málum. Ef fólkið í landinu hefði ekki látið í sér heyra síðastliðið sumar hefði fjölmiðlanefndin ekki verið skipuð. Ef einhverjir þingmenn halda að þeir hafi velt einhverjum steinum í þeim átökum og þeirri atburðarás sem varð í pólítíkinni síðastliðið sumar, þá eru þeir einfaldlega með brenglaða sjálfsímynd.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun