Menning

H3 framleiddur í Suður-Afríku

Bílaframleiðandinn General Motors ætlar að framleiða útfærslu af Hummer H3 í Suður-Afríku á næsta ári en það verður í fyrsta sinn sem Hummer verður framleiddur utan Bandaríkjanna. Eins og kemur fram á vefsíðu fréttastofunnar AP ætlar General Motors að fjárfesta hundrað milljónir dollara í að þróa og framleiða miðlungsstóra Hummerinn í Struandale verksmiðjunni í Port Elizabeth í Suður-Afríku sem framleiðir nú Opel og Isuzu farartæki. Framleiðandinn hyggur á að framleiða tíu þúsund H3 í Suður-Afríkur sem verða aðeins fluttir til Evrópu, Asíu, Mið-Austurlanda og Afríku en H3 fer væntanlega í sölu í Suð-Afríku um mitt ár 2007.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×