Reglubundið viðhald mikilvægt 11. apríl 2005 00:01 Bílaeign kallar á viðhald á bílnum en margir eiga það til að trassa einfalda hluti eins og að tékka olíuna og athuga með loftþrýsting í dekkjum. Nú þegar fólk afgreiðir sig að miklu leyti sjálft á bensínstöðvum eru margir hættir að biðja afgreiðslumanninn á bensínstöðinni að athuga olíuna. Þessi einfalda litla aðgerð hefur því tilhneigingu til að gleymast og á hverju ári skemmast vélar vegna olíuleysis. Í flestum bílum er þó olíuljós sem gerir eiganda viðvart þegar þarf að bæta á olíuna en ekki er þó alltaf hægt að treysta á það. Fréttablaðið spurðist fyrir á Bílaverkstæði Bubba í Kópavoginum um hversu oft menn ættu að athuga olíuna á bílum sínum. Þar fengust þær upplýsingar að ekki væri til nein sérstök þumalputtaregla um hversu oft ætti að athuga olíuna en það getur farið eftir bílategund og geta því umboðin gefið upplýsingar varðandi einstakar tegundir, auk þess sem bæklingar þeir sem fylgja bílnum gætu geymt þessar upplýsingar. En betra getur verið að athuga olíuna frekar of oft en of sjaldan og því gæti til dæmis verið hugmynd að athuga hana eftir hverja 1000 km sem bíllinn er keyrður, eða í þriðja hvert sinn sem fyllt er á bensín. Annað sem þeir hjá Bílaverkstæði Bubba vilja benda á er að athuga ætti loftþrýsting í dekkjum mánaðarlega. Mjög mikilvægt er að réttur loftþrýstingur sé í dekkjum, því það hefur meðal annars áhrif á slit, fjöðrunar- og bremsueiginleika bílsins. Bílar Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Bílaeign kallar á viðhald á bílnum en margir eiga það til að trassa einfalda hluti eins og að tékka olíuna og athuga með loftþrýsting í dekkjum. Nú þegar fólk afgreiðir sig að miklu leyti sjálft á bensínstöðvum eru margir hættir að biðja afgreiðslumanninn á bensínstöðinni að athuga olíuna. Þessi einfalda litla aðgerð hefur því tilhneigingu til að gleymast og á hverju ári skemmast vélar vegna olíuleysis. Í flestum bílum er þó olíuljós sem gerir eiganda viðvart þegar þarf að bæta á olíuna en ekki er þó alltaf hægt að treysta á það. Fréttablaðið spurðist fyrir á Bílaverkstæði Bubba í Kópavoginum um hversu oft menn ættu að athuga olíuna á bílum sínum. Þar fengust þær upplýsingar að ekki væri til nein sérstök þumalputtaregla um hversu oft ætti að athuga olíuna en það getur farið eftir bílategund og geta því umboðin gefið upplýsingar varðandi einstakar tegundir, auk þess sem bæklingar þeir sem fylgja bílnum gætu geymt þessar upplýsingar. En betra getur verið að athuga olíuna frekar of oft en of sjaldan og því gæti til dæmis verið hugmynd að athuga hana eftir hverja 1000 km sem bíllinn er keyrður, eða í þriðja hvert sinn sem fyllt er á bensín. Annað sem þeir hjá Bílaverkstæði Bubba vilja benda á er að athuga ætti loftþrýsting í dekkjum mánaðarlega. Mjög mikilvægt er að réttur loftþrýstingur sé í dekkjum, því það hefur meðal annars áhrif á slit, fjöðrunar- og bremsueiginleika bílsins.
Bílar Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira