Innlent

Vítum mótmælt

Þingflokkur Samfylkingar hefur sent Forsætisnefnd Alþingis bréf, þar sem því er harðlega mótmælt að orð Lúðvíks Bergvinssonar hafi verið af því tagi að forseti Alþingis hefði átt að víta hann á miðvikudag. Ekki verði séð að ákvæði þingskapa þar sem kveðið er á um þingvíti hafi átt við. Í þeirri grein þingskapa segir "Ef þingmaður talar óvirðulega um forseta Íslands eða ber þingið eða ráðherra eða einhvern þingmann brigslyrðum eða víkur með öllu frá umtalsefninu skal forseti kalla til hans; "Þetta er vítavert," og nefna þau ummæli sem hann vítir. Orð Lúðvíks sem þóttu vítaverð voru; "Forseti, ég hef orðið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×