Innlent

Landburður af nýjum félögum

Talið er að allt að 4.000 nýir félagar hafi skráð sig í Samfylkinguna, en frestur til skráningar fyrir formannskjörið rann út klukkan sex í gærkvöld. "Það er landburður af nýjum félögum," segir Flosi Eiríksson formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar. "Við förum yfir gögnin í dag og á morgun og búast má við að endanlegar tölur um fjölda nýrra félaga liggi fyrir annað kvöld." Talsverðrar spennu hefur gætt milli stuðningsmanna Össurar Skarphéðinssonar og stuðningsmanna Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur vegna smölunar. Fylgismenn Ingibjargar fullyrtu til dæmis að stuðningsmenn Össurar hefðu smalað úr röðum sjálfstæðismanna inn í flokkinn. Flosi segir að ekki sé unnt að ganga úr skugga um slíkt. "Ég fagna því ef einhverjir sjálfstæðismenn hafa skipt um skoðun og gengið í Samfylkinguna."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×