Innlent

Gagnrýna lóðaútdrátt í Lamabaseli

Niðurstöður happadrættisins um lóðirnar 30 í Lambaselinu í Reykjavík sem fram fór á fimmtudag eru stórlega dregnar í efa í grein sem birtist á Vefþjóðviljanum í dag. Greinarhöfundar benda á að umsókn númer 545 var dregin út í 14. drætti og umsókn númer 546 í 15. drætti. Þykir þeim ólíklegt að tvær samliggjandi umsóknir úr svo stórum bunka séu dregnar út í röð. Það sé þó ekki jafn ólíklegt og að jafnmörg umsóknarnúmer á bilinu 1 til 1000 skyldu vera dregin út og raun ber vitni. Af þeim 30 sem fengu lóð voru 18 með númer á bilinu 1 til 1000. Á Andríki er bent á að líkurnar á því að 25 eða fleiri umsóknir séu á tilteknu 1000 númera bili þar sem dregið er úr 5658 umsóknum séu um það bil einn á móti fimm milljónum. Framkvæmd happadrættisins er harðlega gagnrýnd í greininni en dregið var úr boxi og fengu hvorki fjölmiðlar né umsækjendur að vera viðstaddir útdráttinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×