Innlent

Ríkið sé ekki í fjölmiðlarekstri

Ungir sjálfstæðismenn hvetja til þess í ályktun sem þeir hafa sent frá sér að ríkið hætti afskiptum af fjölmiðlum. Þeir mótmæla því að á sama tíma og settar séu fram hugmyndir um að skerða möguleika á fjármögnun einkarekinna fjölmiðla með óviðunandi skilyrðum um eignaraðild að þeim liggi fyrir frumvarp sem tryggi Ríkisútvarpinu rétt til aukinna umsvifa á markaðnum og tryggi því meira fjármagn til reksturs úr vösum skattgreiðenda. Ungir sjálfstæðismenn hvetja til þess að hugmyndir fjölmiðlanefndarinnar um takmörkun á eignarhaldi verði ekki lögfestar og að hið opinbera dragi sig út úr rekstri fjölmiðla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×