Innlent

Engin dagsetning ákveðin

"Við gerðum ráð fyrir að hefja viðræður að nýju í þessum mánuði en engin dagsetning hefur verið ákveðin," segir Davíð Oddssson, utanríkisráðherra, en tafir hafa orðið á viðræðum íslenska og bandarískra embættismanna um framtíð varnarsamnings landanna tveggja. Fresta varð fyrirhuguðum fundi Davíðs og Robert Zoellick, varautanríkisráðherra Bandaríkjanna sem fara átti fram í byrjun þessa mánaðar og hefur enginn fundur verið boðaður síðan. Davíð segir það stranda á Bandaríkjamönnum. "Það stendur ekki á okkur heldur eru Bandaríkjamenn enn að vinna sína heimavinnu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×