Innlent

Ofbjóða dylgjurnar

"Mér er ómögulegt að skilja hvaða hvatir liggja að baki því að senda út þátt á borð við þennan," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um viðtal við Jónínu Benediktsdóttur í Kastljósi Ríkissjónvarpsins á sunnudaginn. Í þættinum gagnrýndi Jónína meðal annars sölu ríkisins á bönkunum. Valgerður segir augljóst að með slíku drottningarviðtali sé verið að reyna að hafa áhrif á umræðuna í þjóðfélaginu og spyr hvort allt sé leyfilegt þegar Framsóknarflokkurinn er annars vegar. Ráðherra, sem tjáir sig um málið á heimasíðu sinni, segir að sér ofbjóði sú vitleysa og þær dylgjur sem í þættinum voru bornar fram. Ekki náðist í Jónínu Benediktsdóttir í gærkvöldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×