Ryðgaðir Haukar unnu Val 19. apríl 2005 00:01 Íslandsmeistarar Hauka sigruðu Val í kvöld með fjórum mörkum, 29-25, þótt þeir hafi verið frekar ryðgaðir eftir 12 daga hvíld. Breiddin brást hjá Valsmönnum en aðeins tveir leikmenn - Heimir Örn Árnason og Vilhjálmur Ingi Halldórsson - létu að sér kveða í þeirra liði í kvöld. Aðrir voru í daprir eða hreinlega í tómu rugli. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins í kvöld en Haukar tóku völdin strax í kjölfarið. Þeir leiddu nánast allan fyrri hálfleikinn og þegar fyrri hálfleikur var allur leiddu heimamenn með tveim mörkum, 14-12. Sami munur hélst framan af síðari hálfleik en Valsmenn gáfu síðan aðeins í eftir um tíu mínútur og náðu að jafna muninn, 18-18. Valur jafnaði aftur 20-20 en þá misstu þeir mann af velli. Haukar nýttu sér það í botn og skoruðu þrjú mörk í röð, 23-20. Valsmenn neituðu af gefast upp og með Vilhjálm í broddi fylkingar jöfnuðu þeir leikinn á ný, 23-23, og spennan var rafmögnuð allt til enda. Í stöðunni 26-25 varði Birkir Ívar frá Vilhjálmi í stöng og Haukar fengu boltann með 2 mínútur eftir af leiknum. Gísli Jón Þórisson fiskaðí víti sem Þórir Ólafsson skoraði úr þegar tæplega ein og hálf mínúta var eftir af leiknum, 27-25. Vilhjálmur skaut aftur fyrir Valsmenn en Birkir Ívar varði á ný og gulltryggði þar með sigur Hauka því aðeins 45 sekúndur voru eftir þegar Vilhjálmur skaut að marki Haukanna. Haukarnir skoruðu síðan tvö mörk á lokasekúndunum enda voru Valsmenn hættir. Vignir Svavarsson og Andri Stefan léku best Hauka í gær og Ásgeir Örn laumaði inn mikilvægum mörkum. Birkir Ívar hefur oft varið betur en steig upp þegar á þurfti að halda. Það var mikill vandræðagangur á Valsliðinu í gær og í raun með ólíkindum að þeir hafi verið inn í leiknum fram á síðustu mínútu. Þeir töpuðu boltanum æði oft á klaufalegan hátt og það segir sitt um hversu ryðgaðir Haukar voru að tveir einstaklingar héldu Val inn í leiknum allt til enda. Þeir fengu gullið tækifæri í kvöld til þess að leggja Hauka á útivelli og fá slíkt tækifæri tæplega aftur. - HBGHaukar-Valur 29-25 (14-12)Mörk Hauka (skot): Vignir Svavarsson 7 (8), Andri Stefan 7 (14), Ásgeir Örn Hallgrímsson 5 (10), Þórir Ólafsson 5/1 (7/1), Jón Karl Björnsson 5/3 (8/4). Hraðaupphlaup: 8 (Þórir 3, Andri 3, Vignir, Ásgeir Örn). Fiskuð víti: 5 (Halldór Ingólfsson 2, Ásgeir, Vignir, Gísli Jón Þórisson.) Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16. Mörk Vals (skot): Vilhjálmur Ingi Halldórsson 11/1 (20/1), Heimir Örn Árnason 8 (11), Baldvin Þorsteinsson 2 (2), Brendan Þorvaldsson 2 (3), Fannar Friðgeirsson 1 (3), Hjalti Þór Pálmason 1 (8). Hraðaupphlaup: 6 (Heimir Örn 3, Vilhjálmur 2, Baldvin). Fiskuð víti: 1 (Brendan). Varin skot: Pálmar Pétursson 10, Hlynur Jóhannesson 8/1. Íslenski handboltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka sigruðu Val í kvöld með fjórum mörkum, 29-25, þótt þeir hafi verið frekar ryðgaðir eftir 12 daga hvíld. Breiddin brást hjá Valsmönnum en aðeins tveir leikmenn - Heimir Örn Árnason og Vilhjálmur Ingi Halldórsson - létu að sér kveða í þeirra liði í kvöld. Aðrir voru í daprir eða hreinlega í tómu rugli. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins í kvöld en Haukar tóku völdin strax í kjölfarið. Þeir leiddu nánast allan fyrri hálfleikinn og þegar fyrri hálfleikur var allur leiddu heimamenn með tveim mörkum, 14-12. Sami munur hélst framan af síðari hálfleik en Valsmenn gáfu síðan aðeins í eftir um tíu mínútur og náðu að jafna muninn, 18-18. Valur jafnaði aftur 20-20 en þá misstu þeir mann af velli. Haukar nýttu sér það í botn og skoruðu þrjú mörk í röð, 23-20. Valsmenn neituðu af gefast upp og með Vilhjálm í broddi fylkingar jöfnuðu þeir leikinn á ný, 23-23, og spennan var rafmögnuð allt til enda. Í stöðunni 26-25 varði Birkir Ívar frá Vilhjálmi í stöng og Haukar fengu boltann með 2 mínútur eftir af leiknum. Gísli Jón Þórisson fiskaðí víti sem Þórir Ólafsson skoraði úr þegar tæplega ein og hálf mínúta var eftir af leiknum, 27-25. Vilhjálmur skaut aftur fyrir Valsmenn en Birkir Ívar varði á ný og gulltryggði þar með sigur Hauka því aðeins 45 sekúndur voru eftir þegar Vilhjálmur skaut að marki Haukanna. Haukarnir skoruðu síðan tvö mörk á lokasekúndunum enda voru Valsmenn hættir. Vignir Svavarsson og Andri Stefan léku best Hauka í gær og Ásgeir Örn laumaði inn mikilvægum mörkum. Birkir Ívar hefur oft varið betur en steig upp þegar á þurfti að halda. Það var mikill vandræðagangur á Valsliðinu í gær og í raun með ólíkindum að þeir hafi verið inn í leiknum fram á síðustu mínútu. Þeir töpuðu boltanum æði oft á klaufalegan hátt og það segir sitt um hversu ryðgaðir Haukar voru að tveir einstaklingar héldu Val inn í leiknum allt til enda. Þeir fengu gullið tækifæri í kvöld til þess að leggja Hauka á útivelli og fá slíkt tækifæri tæplega aftur. - HBGHaukar-Valur 29-25 (14-12)Mörk Hauka (skot): Vignir Svavarsson 7 (8), Andri Stefan 7 (14), Ásgeir Örn Hallgrímsson 5 (10), Þórir Ólafsson 5/1 (7/1), Jón Karl Björnsson 5/3 (8/4). Hraðaupphlaup: 8 (Þórir 3, Andri 3, Vignir, Ásgeir Örn). Fiskuð víti: 5 (Halldór Ingólfsson 2, Ásgeir, Vignir, Gísli Jón Þórisson.) Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16. Mörk Vals (skot): Vilhjálmur Ingi Halldórsson 11/1 (20/1), Heimir Örn Árnason 8 (11), Baldvin Þorsteinsson 2 (2), Brendan Þorvaldsson 2 (3), Fannar Friðgeirsson 1 (3), Hjalti Þór Pálmason 1 (8). Hraðaupphlaup: 6 (Heimir Örn 3, Vilhjálmur 2, Baldvin). Fiskuð víti: 1 (Brendan). Varin skot: Pálmar Pétursson 10, Hlynur Jóhannesson 8/1.
Íslenski handboltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Sjá meira