Afstaðinn vetur fór öfga á milli 22. apríl 2005 00:01 Flestir viðmælendur Fréttablaðsins virðast sammála um að veturinn sem nú er að baki hafi verið tvískiptur og jafnvel farið öfganna á milli. Í nóvember gerði svo kalt í Reykjavík að frostið fór niður fyrir fimmtán gráður en slíkur kuldi hafði ekki mælst í nóvembermánuði í tuttugu og fjögur ár. Á Akureyri fór frost einnig niður í fimmtán stig. Sennilega gerði þó Vetur konungur mestan usla á Vestfjörðum en þar snjóaði stanslaust yfir jólahátíðirnar en snjóskriðuhrina tók svo við í upphafi árs. Þar á meðal urðu hús í Hnífsdal undir snjóskriðu. Veturinn var annasamur hjá gatnamálayfirvöldum og vegagerðinni víða um land. "Það voru smá tímabil sem voru til friðs en annars var þetta erfiður vetur og það þurfti mikið að salta," segir Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur í rekstrardeild framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Hann segir götur borgarinnar koma frekar illa undan vetri. Jón Baldvin Jóhannesson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, segir janúarbyrjun hafa verið erfiðan tíma fyrir vestan enda féllu þá margar snjóskriður en að því frátöldu hafi veturinn verið blíður. Þegar á leið sýndi veturinn svo á sér mýkri og bjartari hliðar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að eftir risjótta og kalda tíð hafi svo komið óvenju mikil hlýindi upp úr miðjum janúar með tilheyrandi vetrarhlákum. Svo hafi hlýindi með stöðugri suðvestanátt borið hafís til landsins í marsmánuði. Þessi snemmbúnu hlýindi náðu svo hámarki á páskadag í Borgarfirði en þá fór hitinn upp fyrir sautján gráður. Það er því gott útlit fyrir þá sem bíða spenntir eftir því að komast um hálendisvegina. Ef fram heldur sem horfir gæti Kjalvegur orðið fær seinnipart maímánuðar og Sprengisandsleið mánuði síðar að sögn Björns Svavarssonar eftirlitsmanns hjá Vegagerðinni. Ef svo fer væri það einni til tveimur vikum fyrr en venjulega. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Flestir viðmælendur Fréttablaðsins virðast sammála um að veturinn sem nú er að baki hafi verið tvískiptur og jafnvel farið öfganna á milli. Í nóvember gerði svo kalt í Reykjavík að frostið fór niður fyrir fimmtán gráður en slíkur kuldi hafði ekki mælst í nóvembermánuði í tuttugu og fjögur ár. Á Akureyri fór frost einnig niður í fimmtán stig. Sennilega gerði þó Vetur konungur mestan usla á Vestfjörðum en þar snjóaði stanslaust yfir jólahátíðirnar en snjóskriðuhrina tók svo við í upphafi árs. Þar á meðal urðu hús í Hnífsdal undir snjóskriðu. Veturinn var annasamur hjá gatnamálayfirvöldum og vegagerðinni víða um land. "Það voru smá tímabil sem voru til friðs en annars var þetta erfiður vetur og það þurfti mikið að salta," segir Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur í rekstrardeild framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Hann segir götur borgarinnar koma frekar illa undan vetri. Jón Baldvin Jóhannesson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, segir janúarbyrjun hafa verið erfiðan tíma fyrir vestan enda féllu þá margar snjóskriður en að því frátöldu hafi veturinn verið blíður. Þegar á leið sýndi veturinn svo á sér mýkri og bjartari hliðar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að eftir risjótta og kalda tíð hafi svo komið óvenju mikil hlýindi upp úr miðjum janúar með tilheyrandi vetrarhlákum. Svo hafi hlýindi með stöðugri suðvestanátt borið hafís til landsins í marsmánuði. Þessi snemmbúnu hlýindi náðu svo hámarki á páskadag í Borgarfirði en þá fór hitinn upp fyrir sautján gráður. Það er því gott útlit fyrir þá sem bíða spenntir eftir því að komast um hálendisvegina. Ef fram heldur sem horfir gæti Kjalvegur orðið fær seinnipart maímánuðar og Sprengisandsleið mánuði síðar að sögn Björns Svavarssonar eftirlitsmanns hjá Vegagerðinni. Ef svo fer væri það einni til tveimur vikum fyrr en venjulega.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira