Innlent

Framsóknarmenn birta upplýsingar

Þingmenn Framsóknarflokksins hafa birt upplýsingar um eignir, fjárhag og hagsmunaleg tengsl sín á heimasíðu flokksins. Reglur um samræmda upplýsingagjöf þingmannanna voru kynntar í morgun en reglurnar eiga að stuðla að gagnsæi í íslenskum stjórnmálum. Reglurnar eru í sjö liðum þar sem kveðið er á um að þingmaðurinn gefi upplýsingar um hlutabréfaeign, stofnsjóðsinneignir, fasteignir, sjálfstæða atvinnustarfsemi, aukastörf utan þings, boðsferðir og í sjöunda liðnum er gert ráð fyrir að þingmaðurinn komi fram með upplýsingar sem hann telur að skipti máli. Þingmenn flokksins hafa sent forsætisnefnd Alþingis bréf þar sem farið er fram á að nefndin setji almennar reglur um hagsmunatengsl þingmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×