Innlent

Drepum hænur í stað kjúklinga

Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður hafnar með öllu þeim skýringum forsvarsmanna Hafrannsóknastofnunarinnar að sókn umfram ráðgjöf Hafró skýri að hluta bágborið ástand þorskstofnsins. "Það er búið að fylgja ráðgjöf Hafró síðan 1990 nánast í einu og öllu, þannig að þessir menn geta ekki skýlt sér bak við þetta með svona málflutningi," segir Magnús Þór. Hann segir einhverju allt öðru og miklu meiru um að kenna en veiði umfram ráðgjöf. Þar nefnir hann meðal annars rangar veiðar úr stofninum og að kvótakerfið hafi sjálfkrafa leitt til mikillar sóknar í elstu árganga þorsksins. "Við erum alltaf að drepa hænurnar og fullorðnu kindurnar í stað þess að slátra kjúklingunum og lömbunum," segir Magnús Þór Hafsteinsson. Og hann segist hreinlega ekki taka þessa afsökun forsvarsmanna Hafró gilda því öllum hafi verið ljóst að í ráðgjöfinni hafi alltaf falist einhver skekkjumörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×