Innlent

Siglingaverndarreglur of strangar

Samtök atvinnulífsins telja að reglur um svonefnda siglingavernd, sem innleiddar voru hér á landi í kjölfar hryðjuverkaárasanna í Bandaríkjunum árið 2001, séu mun strangari hér á landi en víðast annars staðar og sömuleiðis kostnaður við að framfylgja þeim. Samtökin telja að það kosti allt að hálfum milljarði króna á ári sem hinn almenni neytandi í landinu verði að greiða með einum eða öðrum hætti. Samtökin studdu þetta mál á sínum tíma, enda höfðu lögin að markmiði að tryggja vernd skipa, áhafna, farþega, farms og hafnaraðstöðu fyrir hvers kyns ógn af hryðjuverkum. Þá var talað um að stilla kostnaði af umstanginu í hóf en nú berist kvartanir frá félagsmönnum um ýmis konar óvæntan kostnað af þessu og ætla samtökin að kanna kostnað af sambærilegum lögum í nágrannalöndunum. Það eina sem almenningur sér af þessum aðgerðum eru girðingar á sumum hafnarbökkum þar sem erlend skip leggjast að, t.d. fyrir framan Hafnarhúsið í Reykjavíkurhöfn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×