Of margir ungir öryrkjar 28. apríl 2005 00:01 Hvers vegna eru svona margir ungir öryrkjar hér á landi sem raun ber vitni? Er það þenslan á vinnumarkaði og í efnahagslífinu sem hefur orðið til þess að fólk sem er eitthvað vanmáttugt er hrakið af vinnumarkaði eða er orsakanna að leita annars staðar? Þetta eru spurningar sem vakna í kjölfar úttektar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnti í fyrradag. Samkvæmt henni eru mun fleiri ungir öryrkjar hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum, en aftur á móti eru þar hlutfallslega fleiri 50 ára og eldri á örorkubótum en hér. "Það getur verið að eitthvað af fólki sé að þrýstast á milli kerfa hjá okkur þar sem örorkubæturnar eru hærri heldur en atvinnuleysisbætur," sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um þá miklu aukningu sem orðið hefur á fjölgun öryrkja á allra síðustu árum. Hann sagði að hættan væri sú að þeir sem ættu í tímabundnum erfiðleikum festust inni á örorkubótunum. Þá væru komnar upp spurningar um endurhæfingu og hvernig atvinnulífið væri í stakk búið til að taka við þessu fólki. Einnig þyrfti að athuga hvort leiðin í gegnum matið væri of auðveld. "Ég vil undirstrika að við viljum hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda," sagði ráðherra þegar skýrsla Hagfræðistofnunar var kynnt. Fréttablaðið vakti athygli á fjölgun öryrkja hér á landi fyrir nokkru, en þá höfðu verið uppi getgátur um að fjölgun öryrkja mætti rekja til breytts fyrirkomulags á örorkumati einstaklinga. Í skýrslunni kemur fram að frá árinu 2002 og þar til á síðasta ári fjölgaði umsóknum um örorkumat úr 944 í 1622 eða um rúmlega 70 af hundraði. Þetta getur átt sér margvíslegar skýringar, en aðaláhyggjuefnið hlýtur að vera hin mikla fjölgun ungra öryrkja á hér landi. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að ungt fólk sem fer á örorkubætur eigi erfitt með að fara aftur á almennan vinnumarkað. Stjórnvöld þurfa því að huga sérstaklega að þessum þætti og láta kanna hann nánar ef allar upplýsingar um málið koma ekki fram í skýrslu Hagfræðistofnunar. Eru þessir ungu öryrkjar í þéttbýli eða dreifbýli? Ef þeir eru í þéttbýli hvar er þá aðallega að finna? Eru þeir á höfuðborgarsvæðinu eða á litlum stöðum sem hafa orðið illa úti vegna sameiningar fyrirtækja eða tilflutnings á kvóta? Það er ekki aðeins að það sé slæmt fyrir ungt fólk að fara á örorkubætur, heldur aukast útgjöld samfélagsins til þessa málaflokks mjög ef fólk er á örorkubótum lungann úr starfsævinni. Þeim peningum væri betur varið til þess að byggja upp starfsþrek og orku ungra örykja, þeim sjálfum og þjóðfélaginu til gagns. Samtök öryrkja þurfa líka að líta raunsæjum augum á þær staðreyndir sem fram koma í skýrslunni, þótt það geti verið sárt fyrir suma skjólstæðinga þeirra. Það er vitað að viss hluti þjóðfélagsþegnana þarf á aðstoð samfélagsins að halda, og þeim á að hjálpa svo þeir geti lifað mannsæmandi lífi, en aðrir fara kannski á örorkubætur aðeins vegna þess að þær eru hærri en atvinnuleysisbætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Hvers vegna eru svona margir ungir öryrkjar hér á landi sem raun ber vitni? Er það þenslan á vinnumarkaði og í efnahagslífinu sem hefur orðið til þess að fólk sem er eitthvað vanmáttugt er hrakið af vinnumarkaði eða er orsakanna að leita annars staðar? Þetta eru spurningar sem vakna í kjölfar úttektar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnti í fyrradag. Samkvæmt henni eru mun fleiri ungir öryrkjar hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum, en aftur á móti eru þar hlutfallslega fleiri 50 ára og eldri á örorkubótum en hér. "Það getur verið að eitthvað af fólki sé að þrýstast á milli kerfa hjá okkur þar sem örorkubæturnar eru hærri heldur en atvinnuleysisbætur," sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um þá miklu aukningu sem orðið hefur á fjölgun öryrkja á allra síðustu árum. Hann sagði að hættan væri sú að þeir sem ættu í tímabundnum erfiðleikum festust inni á örorkubótunum. Þá væru komnar upp spurningar um endurhæfingu og hvernig atvinnulífið væri í stakk búið til að taka við þessu fólki. Einnig þyrfti að athuga hvort leiðin í gegnum matið væri of auðveld. "Ég vil undirstrika að við viljum hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda," sagði ráðherra þegar skýrsla Hagfræðistofnunar var kynnt. Fréttablaðið vakti athygli á fjölgun öryrkja hér á landi fyrir nokkru, en þá höfðu verið uppi getgátur um að fjölgun öryrkja mætti rekja til breytts fyrirkomulags á örorkumati einstaklinga. Í skýrslunni kemur fram að frá árinu 2002 og þar til á síðasta ári fjölgaði umsóknum um örorkumat úr 944 í 1622 eða um rúmlega 70 af hundraði. Þetta getur átt sér margvíslegar skýringar, en aðaláhyggjuefnið hlýtur að vera hin mikla fjölgun ungra öryrkja á hér landi. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að ungt fólk sem fer á örorkubætur eigi erfitt með að fara aftur á almennan vinnumarkað. Stjórnvöld þurfa því að huga sérstaklega að þessum þætti og láta kanna hann nánar ef allar upplýsingar um málið koma ekki fram í skýrslu Hagfræðistofnunar. Eru þessir ungu öryrkjar í þéttbýli eða dreifbýli? Ef þeir eru í þéttbýli hvar er þá aðallega að finna? Eru þeir á höfuðborgarsvæðinu eða á litlum stöðum sem hafa orðið illa úti vegna sameiningar fyrirtækja eða tilflutnings á kvóta? Það er ekki aðeins að það sé slæmt fyrir ungt fólk að fara á örorkubætur, heldur aukast útgjöld samfélagsins til þessa málaflokks mjög ef fólk er á örorkubótum lungann úr starfsævinni. Þeim peningum væri betur varið til þess að byggja upp starfsþrek og orku ungra örykja, þeim sjálfum og þjóðfélaginu til gagns. Samtök öryrkja þurfa líka að líta raunsæjum augum á þær staðreyndir sem fram koma í skýrslunni, þótt það geti verið sárt fyrir suma skjólstæðinga þeirra. Það er vitað að viss hluti þjóðfélagsþegnana þarf á aðstoð samfélagsins að halda, og þeim á að hjálpa svo þeir geti lifað mannsæmandi lífi, en aðrir fara kannski á örorkubætur aðeins vegna þess að þær eru hærri en atvinnuleysisbætur.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun