Innlent

Orkuskattur leiði til hækkana

Fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að leggja tekju- og eignaskatt á orkufyrirtæki, eins og nú liggja fyrir í stjórnarfrumvarpi, myndu leiða til hækkunar á raforkuverði, heitu vatni og vatnsgjaldi til almennings, að mati borgarráðs. Ráðið mótmælti þessum fyrirætlunum ríkisins einróma á fundi sínum í gær og benti meðal annars á að skipulagsbreytingar stjórnvalda á raforkumarkaði hafi nú þegar leitt til hækkunar á raforkuverði. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur reiknað það út að skattlagningin, eins og ríkisvaldið hugsar hana, hefði numið rúmum milljarði króna fyrir árin 2002 og 2003. Hækkanirnar myndu að sjálfsögðu líka bitna á atvinnulífinu og gagnrýnir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgartstjórn, andvarleysi orkufyrirtækja í þessu máli. Í grein í Morgunblaðinu í dag orðar hann það svo að stjórnendur orkufyrirtækjanna viti að þeim sé í lófa lagið að hækka gjaldskrár sínar í kjölfar nýrrar skattlagningar og senda reikninginn til viðskiptavina sinna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×