Innlent

Vatnið verði í eigu þjóðarinnar

Stjórn BSRB ætlar að leggja til við stjórnarskrárnefnd að það verði bundið í stjórnarskrá lýðveldisins að vatnið í landinu verði í eigu þjóðarinnar og að aðgangur að drykkjarvatni verði talinn mannréttindi. Stjórnin hefur sent stjórnarskrárnefndinni tillögu að stjórnarskrárbreytingu þar sem kveðið er á um þetta. Í samþykkt stjórnar BSRB kemur fram að vatn sé takmörkuð náttúruleg auðlind og almannagæði sem sé undirstaða lífs og heilbrigðis. Aðgangur að vatni teljist til grundvallarmannréttinda samkvæmt samþykkt Sameinuðu þjóðanna. BSRB byggi tillögu sína á þeirri samþykkt og þeirri staðreynd að í síauknum mæli sé litið á vatn sem hverja aðra verslunarvöru og að einkavæðing vatnsveitna hafi mjög færst í vöxt um allan heim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×