Innlent

Andstaða við RÚV-frumvarpið

Stjórn BSRB lýsir eindreginni andstöðu við frumvarp ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið. BSRB telur að verði frumvarpið að lögum komi það til með að skerða kjör og réttindi starfsmanna og einboðið sé að upp komi mál sem nauðsynlegt verði að útkljá fyrir dómstólum. BSRB bendir á að samkvæmt stjórnarfrumvarpinu sé ekki gert ráð fyrir nokkuri aðkomu starfsfólks að stjórnkerfi stofnunarinnar, eins og verið hafi allar götur frá byrjun níunda áratugar síðustu aldar, en aðkoma starfsfólks að framkvæmdanefnd RÚV byggi á kjarasamningum á milli BSRB og fjármálaráðherra frá því í ágúst 1980. Bandalagið lýsir furðu á að engin tilraun hafi verið gerð til að ræða við fulltrúa Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins eða BSRB um fyrirhugaðar breytingar svo forða mætti augljósum slysum. Stjórn BSRB hvetur ríkisstjórnina til þess að draga frumvarp sitt til baka og leita eftir breiðri samstöðu um þær breytingar sem nauðsynlegt sé að gera á stofnuninni. Frumvarp ríkistjórnarinnar sé hins vegar fullkomlega óásættanlegt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×