Innlent

Enn þarf að bæta skattaumhverfið

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag að halda bæri áfram að laga skattaumhverfið til að styrkja samkeppnisstöðu atvinnulífsins og bæta lífskjörin. Hann sagði að efnahagsframfarir sem orðið hefðu í landinu undanfarinn áratug hefðu ekki náðst nema með samstilltu átaki allra aðila, jafnt stjórnvalda sem aðila vinnumarkaðarins og heimilanna í landinu. Forsætisráðherra tók undir stefnumörkun samtakanna á sviði eftirlits með atvinnustarfsemi og sagði áframhaldandi uppbyggingu stóriðju vera til alvarlegrar skoðunar. Hann sagði einnig nauðsynlegt að skoða hvernig örorkuréttur stofnast og auglýsti eftir meira trausti í samfélaginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×