Erlent

Stjórnarskrá ESB samþykkt

Bundestag, neðri deild þýska þingsins, samþykkti stjórnarskrá Evrópusambandsins með yfirgnæfandi meirihluta fyrir stundu. Stjórnarskráin á enn eftir að fara fyrir Bundesrat, efri deild þingsins, en ekki er búist við neinum umsnúningi þar. Allra augu beinast hins vegar að þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í Frakklandi sem haldin verður 29. maí og í Hollandi 1. júní. Mjótt er á mununum í báðum löndum en ef Frakkar eða Hollendingar hafna stjórnarskránni má búast við að allt Evrópusamstarfið fari í loft upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×