Erlent

Enn skotið að fólki í Úsbekistan

Enn berast fregnir af byssugelti í borginni Andijan í Úsbekistan. Í gærkvöldi skutu hermenn enn að mótmælendum og eins að hópi fólks sem reyndi að flýja yfir til nágrannaríkisins Kirgistans. Að sögn yfirvalda í Kirgistan voru fjölmargir þeirra sem þangað komu með skotsár eftir árásir hers Úsbeka við landamærin. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa fordæmt aðgerðir hersins í Úsbekistan og segja það með öllu ólíðandi að hermenn skjóti á óbreytta borgara. Jafnframt sé það hins vegar áhyggjuefni að fangar úr röðum íslamskra öfgamanna í landinu hafi sloppið úr haldi, en það var einmitt þannig sem ólætin öll sömul hófust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×