Innlent

Lægst skattbyrði á Norðurlöndum

Skattbyrði á Íslandi er lægri en annars staðar á Norðurlöndum en hærri en í sumum öðrum ríkjum Vestur-Evrópu. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu OECD um skattbyrði einstaklinga á árinu 2004, sem vefrit fjármálaráðuneytisins fjallar um í dag. Skattar á meðaltekjur einstaklinga á Íslandi, að frádregnum tekjutilfærslum, mældust 25,7 prósent af heildartekjum. Skattbyrðin er mjög misþung meðal ríkja Vestur-Evrópu, en Danmörk er með hæstu skattbyrðina, um 41,2 prósent en Írland þá lægstu, um 15,7 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×