Erlent

Frakkar hafni stjórnarskránni

Franski hægri öfgamaðurinn Jean Marie Le Pen hélt fund í París í gær þar sem hann hvatti Frakka til að hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins. Le Pen notaði einnig tækifærið til að leggja áherslu á mikilvægi þess að hleypa sem fæstum útlendingum inn í landið og að koma eigi í veg fyrir að Tyrkir komist inn í Evrópusambandið. Le Pen, sem kom mörgum á óvart þegar hann fékk nógu mörg atkvæði í kosningabaráttunni árið 2002 til að komast í lokabaráttuna á móti Jacques Chirac, núverandi forseta landsins, sagði að hann myndi taka Frakkland út úr Evrópusambandinu væri hann forseti; landið hefði misst sjálfstæði sitt og það svo fátækari ríki eins og múslimaríkið Tyrkland gæti haft það betra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×