Erlent

Stefnir allt í að Frakkar hafni

Það er næsta víst að Frakkar hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudaginn kemur. Könnun sem birt var í morgun bendir til þess að fimmtíu og fjögur prósent þeirra sem ætla á annað borð á kjörstað hyggist greiða atkvæði gegn stjórnarskránni. Það er nokkuð meira en í síðustu könnun sama fyrirtækis en þetta er ellefta könnunin í röð sem er birt á fáeinum dögum í Frakklandi og sýnir að meirihluti kjósenda hyggist hafna stjórnarskránni. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verður stjórnarskrá ESB skoðuð nánar, kannað hvað hún þýði og af hverju hún veki jafn hörð viðbrögð og raun ber vitni í Frakklandi og víðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×