Erlent

Gæti orðið mjótt á munum

Mjög mjótt er á mununum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnarskrá Evrópusambandsins samkvæmt síðustu skoðanakönnun sem birt var í gær. Samkvæmt henni segja 52 prósent Frakka nei við stjórnarskránni en 48 prósent já. Allar skoðanakannanir sem birtar hafa verið að undanförnu gefa til kynna að Frakkar hafni stjórnarskrársáttmálanum. Öll 25 aðildarríki Evrópusambandsins þurfa að staðfesta sáttmálann til að hann taki gildi. Frakkar eru ekki einir um að stefna samþykkt stjórnarskrársáttmálans í hættu. Á miðvikudag greiða Hollendingar atkvæði um sáttmálann, skoðanakannanir þar sýna að þrír af hverjum fimm landsmönnum sé andvígir honum. "Ef Frakkar segja nei, sem er alvarleg höfnun, og Hollendingar fylgja í kjölfarið, held ég að sáttmálinn heyri í raun sögunni til," sagði John Palmer, sérfræðingur í Evrópumálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×