Erlent

Vill henda kosningakerfunum

Best væri að henda rafrænum kosningakerfum sem keypt voru eftir forsetakosningarnar árið 2000 og kaupa í þeirra stað skanna sem flokka og telja atkvæðaseðla. Þetta er mat Lester Sola, yfirmanns kosningakerfisins í Miami-Dade sýslu, sem var í brennidepli vegna talningar atkvæða í kosningabaráttu George W. Bush og Al Gore. Sola segir almenning hafa svo litla trú á rafræna kosningakerfinu að besta leiðin til að auka tiltrú fólks á kosningakerfinu sé að henda kerfinu sem kostaði andvirði 1,6 milljarða króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×