Lá við stjórnarslitum vegna VÍS 29. maí 2005 00:01 Átökin milli eigendahópanna tveggja í tryggingafélaginu VÍS urðu til þess að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var í hættu. Halldór Ásgrímsson hótaði Davíð Oddssyni því að ef VÍS yrði selt Samson með Landsbankanum myndi hann hætta við einkavæðingu bankanna. Með því að stöðva einkavæðingarferlið væri hann að brjóta gegn stjórnarsáttmálanum og Davíð Oddsson hefði slitið ríkisstjórnarsamstarfinu. S-hópurinn átti helming í VÍS á móti Landsbankanum. Mikilvægi VÍS hvað varðar bankasöluna felst helst í því að tryggingafélag á borð við VÍS er mjög öflugur bakhjarl í fjárfestingum. Eftir að S-hópurinn keypti Landsbankann út úr VÍS var VÍS bætt inn í S-hópinn sem sóttist eftir því að kaupa Landsbankann og Búnaðarbankann og eignaðist síðar Búnaðarbankann. Þetta kemur fram í þriðju fréttaskýringu Fréttablaðsins í greinaflokki um einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans sem birtist í blaðinu í dag. Þar segir einnig að Landsbankinn hafi gerst brotlegur gegn S-hópnum með því að selja um 7 prósenta hlut í VÍS eftir að S-hópurinn hafði afturkallað söluumboð sem hann hafði veitt Landsbankanum um sex vikum áður. VÍS átti helming af hlutnum sem Landsbankinn seldi og heldur því fram að Landsbankinn hafi selt sjálfum sér hlutinn. S-hópurinn sagði söluna brot á lögum um verðbréfaviðskipti, og lögum um viðskiptabanka og reglum Kauphallarinnar. S-hópurinn skrifaði bréf til Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins þar sem vakin var athygli á háttsemi Landsbankans og óskaði eftir því að gripið yrði til viðeigandi ráðstafana og viðurlaga eftir atvikum. Landsbankamenn báðu S-hópinn um sáttafund og að bréfið yrði ekki sent fyrr en að honum loknum. Mitt í þessum deilum hitti Björgólfur Guðmundsson, einn þriggja sem stóðu að Samson sem sóttist eftir að kaupa Landsbankann eða Búnaðarbankann, Ólaf Ólafsson úr S-hópnum til að ræða um VÍS. Þá voru enn tvær vikur í að framkvæmdanefndin tilkynnti að hún myndi hefja viðræður við Samson um kaupin á Landsbankanum. S-hópurinn kallar átökin "Sex daga stríðið um VÍS". Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Átökin milli eigendahópanna tveggja í tryggingafélaginu VÍS urðu til þess að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var í hættu. Halldór Ásgrímsson hótaði Davíð Oddssyni því að ef VÍS yrði selt Samson með Landsbankanum myndi hann hætta við einkavæðingu bankanna. Með því að stöðva einkavæðingarferlið væri hann að brjóta gegn stjórnarsáttmálanum og Davíð Oddsson hefði slitið ríkisstjórnarsamstarfinu. S-hópurinn átti helming í VÍS á móti Landsbankanum. Mikilvægi VÍS hvað varðar bankasöluna felst helst í því að tryggingafélag á borð við VÍS er mjög öflugur bakhjarl í fjárfestingum. Eftir að S-hópurinn keypti Landsbankann út úr VÍS var VÍS bætt inn í S-hópinn sem sóttist eftir því að kaupa Landsbankann og Búnaðarbankann og eignaðist síðar Búnaðarbankann. Þetta kemur fram í þriðju fréttaskýringu Fréttablaðsins í greinaflokki um einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans sem birtist í blaðinu í dag. Þar segir einnig að Landsbankinn hafi gerst brotlegur gegn S-hópnum með því að selja um 7 prósenta hlut í VÍS eftir að S-hópurinn hafði afturkallað söluumboð sem hann hafði veitt Landsbankanum um sex vikum áður. VÍS átti helming af hlutnum sem Landsbankinn seldi og heldur því fram að Landsbankinn hafi selt sjálfum sér hlutinn. S-hópurinn sagði söluna brot á lögum um verðbréfaviðskipti, og lögum um viðskiptabanka og reglum Kauphallarinnar. S-hópurinn skrifaði bréf til Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins þar sem vakin var athygli á háttsemi Landsbankans og óskaði eftir því að gripið yrði til viðeigandi ráðstafana og viðurlaga eftir atvikum. Landsbankamenn báðu S-hópinn um sáttafund og að bréfið yrði ekki sent fyrr en að honum loknum. Mitt í þessum deilum hitti Björgólfur Guðmundsson, einn þriggja sem stóðu að Samson sem sóttist eftir að kaupa Landsbankann eða Búnaðarbankann, Ólaf Ólafsson úr S-hópnum til að ræða um VÍS. Þá voru enn tvær vikur í að framkvæmdanefndin tilkynnti að hún myndi hefja viðræður við Samson um kaupin á Landsbankanum. S-hópurinn kallar átökin "Sex daga stríðið um VÍS".
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira