Strákarnir snúa sig úr hálsliðnum 30. maí 2005 00:01 "Þetta er smábíll af gerðinni Smart Roadster 2004, framleiddur af Benz," segir Hildur Dís Kristjánsdóttir nemi, sem í agnablikinu ekur um á afar óvenjulegum en flottum sportbíl. "Benz byrjaði að framleiða þessa bíla árið 2003 og þeir hafa slegið í gegn í Evrópu og eru að koma sterkir inn í Bandaríkjunum. Pabbi keypti bílinn af því að hann er bæði kraftmikill og sparneytinn, eyðir ekki nema fjórum á hundraði. Þessi er 81 hestafl en þeir eru ýmist framleiddir 61 eða 81 hestafl. Það er ótrúlega gaman að keyra þennan bíl, hann er svo lítill og léttur og rosalega fljótur upp. Svo eyðileggur ekki að fólk snýr sig næstum úr hálsliðnum þegar maður er á ferðinni, ekki síst strákarnir. Er þetta þá "pick-up" bíll? "Ég og vinkona mín vorum á honum í gær og vöktum óskipta athygli. Ef maður gengur ekki út á svona bíl gerir maður það aldrei," segir Hildur og skellihlær. "Pabbi ætlar samt að selja bílinn svo það er kannski jafn gott fyrir mig að nota tímann," segir hún og hlær enn meira. Smartinn er jafn flottur að innan og utan og er hvorttveggja beinskiptur og sjálfskiptur. "Svo er hann að sjálfsögðu leðurklæddur með góðum græjum. Þetta er bara skemmtilegasti bíll sem ég hef keyrt," segir Hildur. Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Þetta er smábíll af gerðinni Smart Roadster 2004, framleiddur af Benz," segir Hildur Dís Kristjánsdóttir nemi, sem í agnablikinu ekur um á afar óvenjulegum en flottum sportbíl. "Benz byrjaði að framleiða þessa bíla árið 2003 og þeir hafa slegið í gegn í Evrópu og eru að koma sterkir inn í Bandaríkjunum. Pabbi keypti bílinn af því að hann er bæði kraftmikill og sparneytinn, eyðir ekki nema fjórum á hundraði. Þessi er 81 hestafl en þeir eru ýmist framleiddir 61 eða 81 hestafl. Það er ótrúlega gaman að keyra þennan bíl, hann er svo lítill og léttur og rosalega fljótur upp. Svo eyðileggur ekki að fólk snýr sig næstum úr hálsliðnum þegar maður er á ferðinni, ekki síst strákarnir. Er þetta þá "pick-up" bíll? "Ég og vinkona mín vorum á honum í gær og vöktum óskipta athygli. Ef maður gengur ekki út á svona bíl gerir maður það aldrei," segir Hildur og skellihlær. "Pabbi ætlar samt að selja bílinn svo það er kannski jafn gott fyrir mig að nota tímann," segir hún og hlær enn meira. Smartinn er jafn flottur að innan og utan og er hvorttveggja beinskiptur og sjálfskiptur. "Svo er hann að sjálfsögðu leðurklæddur með góðum græjum. Þetta er bara skemmtilegasti bíll sem ég hef keyrt," segir Hildur.
Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira