Stjórnarslit hafi ekki verið nærri 31. maí 2005 00:01 Forsætisráðherra segir að aldrei hafi legið nærri stjórnarslitum vegna sölunnar á ríkisbönkunum. Hann segir úttekt Fréttablaðsins á einkavæðingunni innihalda rangfærslur sem hefði mátt leiðrétta með einu símtali, en aldrei hafi verið leitað eftir upplýsingum úr ráðuneytinu. Fréttablaðið hefur undanfarna fjóra daga birt greinar um söluna á hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Þar hefur meðal annars komið fram að Halldór Ásgrímsson hafi rætt við fulltrúa S-hópsins og Kaldbaks, sem báðir vildu eignast Búnaðarbankann haustið 2002, og hvatt þá til að sameinast um tilboð. Halldór segir ekkert óeðlilegt við þessi samskipti. Hann segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson hafa leitað eftir samtali við sig en hann hafi ekki haft tíma í það, auk þess sem ráðherra var staddur á Selfossi, og beðið þá um að hringja í sig sem þeir hafi gert. Halldór segist hafa sagt að hann gæti lítið gert í málinu en farsælast væri ef þeir gætu sameinast í málinu. „Þeir gerðu það ekki og ég hafði engin frekari afskipti af því," segir Halldór. Halldór segist enn fremur hafa veitt ýmis samtöl í gegnum tíðina og það geri hann á hverjum einasta degi. Í úttektinni segir einnig að einkavæðingarnefnd hafi ekki verið látin vita af ákvörðun stjórnvalda um að selja Búnaðarbankann um leið og Landsbankann. Var eðlilegt að taka þannig fram fyrir hendurnar á nefndinni sem átti að sjá um einkavæðinguna? Halldór segir að það hafi alderu verið gert. Það liggi þó ljóst fyrir að ráðherrar taki endanlegar ákvarðanir en ekki embættismenn. Halldór segir það einnig „tóma vitleysu" að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna málsins. „Allt þetta hefði verið hægt að leiðrétta með einu símtali en viðkomandi virðast ekki hafa haft áhuga á því," segir forsætisráðherra. Það fer ekki milli mála þegar umfjöllun um málið er skoðuð að ýjað er að því að stjórnarflokkarnir hafi verið að búa til þóknanlega kaupendur að bönkunum. Halldór neitar því og segir einfaldlega hafa verið auglýst eftir kaupendum. „Bankarnir voru að meirihluta seldir á almennum markaði. Síðan var ákveðið að leita að kjölfestufjárfestum inn í bankana. Fyrst var reynt að ná erlendum aðilum inn í bankana, sérstaklega árið 2001, það tókst ekki. Síðan kemur bréf frá þeim Samson-mönnum og það setur hlutina í gang á nýjan leik og þá eru bankarnir einfaldlega auglýstir,“ segir Halldór. Halldór segir fimm aðila hafa haft áhuga á málinu og einkavæðingarnefnd og sá erlendi banki sem hafi verið ráðgjafi í málinu, HSBC, hafi ráðlagt að rætt yrði við þrjá aðila og það hafi verið. Tveir þeirra hafi keypt bankana og það hafi allt verið gert samkvæmt ráðleggingum einkavæðingarnefndar og þess HSBC. Það sé sannleikurinn í málinu. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Forsætisráðherra segir að aldrei hafi legið nærri stjórnarslitum vegna sölunnar á ríkisbönkunum. Hann segir úttekt Fréttablaðsins á einkavæðingunni innihalda rangfærslur sem hefði mátt leiðrétta með einu símtali, en aldrei hafi verið leitað eftir upplýsingum úr ráðuneytinu. Fréttablaðið hefur undanfarna fjóra daga birt greinar um söluna á hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Þar hefur meðal annars komið fram að Halldór Ásgrímsson hafi rætt við fulltrúa S-hópsins og Kaldbaks, sem báðir vildu eignast Búnaðarbankann haustið 2002, og hvatt þá til að sameinast um tilboð. Halldór segir ekkert óeðlilegt við þessi samskipti. Hann segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson hafa leitað eftir samtali við sig en hann hafi ekki haft tíma í það, auk þess sem ráðherra var staddur á Selfossi, og beðið þá um að hringja í sig sem þeir hafi gert. Halldór segist hafa sagt að hann gæti lítið gert í málinu en farsælast væri ef þeir gætu sameinast í málinu. „Þeir gerðu það ekki og ég hafði engin frekari afskipti af því," segir Halldór. Halldór segist enn fremur hafa veitt ýmis samtöl í gegnum tíðina og það geri hann á hverjum einasta degi. Í úttektinni segir einnig að einkavæðingarnefnd hafi ekki verið látin vita af ákvörðun stjórnvalda um að selja Búnaðarbankann um leið og Landsbankann. Var eðlilegt að taka þannig fram fyrir hendurnar á nefndinni sem átti að sjá um einkavæðinguna? Halldór segir að það hafi alderu verið gert. Það liggi þó ljóst fyrir að ráðherrar taki endanlegar ákvarðanir en ekki embættismenn. Halldór segir það einnig „tóma vitleysu" að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna málsins. „Allt þetta hefði verið hægt að leiðrétta með einu símtali en viðkomandi virðast ekki hafa haft áhuga á því," segir forsætisráðherra. Það fer ekki milli mála þegar umfjöllun um málið er skoðuð að ýjað er að því að stjórnarflokkarnir hafi verið að búa til þóknanlega kaupendur að bönkunum. Halldór neitar því og segir einfaldlega hafa verið auglýst eftir kaupendum. „Bankarnir voru að meirihluta seldir á almennum markaði. Síðan var ákveðið að leita að kjölfestufjárfestum inn í bankana. Fyrst var reynt að ná erlendum aðilum inn í bankana, sérstaklega árið 2001, það tókst ekki. Síðan kemur bréf frá þeim Samson-mönnum og það setur hlutina í gang á nýjan leik og þá eru bankarnir einfaldlega auglýstir,“ segir Halldór. Halldór segir fimm aðila hafa haft áhuga á málinu og einkavæðingarnefnd og sá erlendi banki sem hafi verið ráðgjafi í málinu, HSBC, hafi ráðlagt að rætt yrði við þrjá aðila og það hafi verið. Tveir þeirra hafi keypt bankana og það hafi allt verið gert samkvæmt ráðleggingum einkavæðingarnefndar og þess HSBC. Það sé sannleikurinn í málinu.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira