Erlent

Skuldir Afríkuríkja afskrifaðar

George Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, greindu frá því eftir fund þeirra í Washington í gær að þeir væru að leggja drög að áætlun um að allar skuldir fátækustu ríkja Afríku, sem talin væru fylgja umbótastefnu, yrðu afskrifaðar.  Bush sagði að þessi ríki ættu ekki að þurfa að burðast með þessar skuldir sem ríkin gætu seint borgað og besta lausnin væri að fella þær niður. Á fréttamannafundi í Hvíta húsinu greindu leiðtogarnir frá því að þeir hygðust leggja tillöguna fyrir ráðstefnu G-8 ríkjanna, helstu iðnríkja heimsins, fyrir helgi og vonuðust til að hugmyndir þeirra yrðu samþykktar fyrir þann tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×