Erlent

Ráðherrar gefa 2/3 mánaðarlauna

Ráðherrarnir í ríkisstjórn Afríkuríkisins Níger hafa lofað að gefa tvo þriðju mánaðarlauna sinna til hungraðra í landinu. Það eru um sextíu og fimm þúsund krónur. Forsætisráðherrann ætlar að gefa tvöfalda þá upphæð. Ekki veitir af því í Níger ríkir nú neyðarástand. Ekki hefur komið króna í söfnunarkassann hjá Sameinuðu þjóðunum en þær báðu aflögufærar þjóðir um einn milljarð króna til að aðstoða að minnsta kosti 800 þúsund vannærð börn en 3,6 milljónir manna þarfnast matargjafa. Níger er með fátækari ríkjum Afríku og þar deyr eitt af hverjum fjórum börnum fyrir fimm ára aldur. Ástæður hungursneyðarinnar eru fyrst og fremst uppskerubrestur vegna þurrka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×