Erlent

Diez verður líklega forseti

Í dag mun forseti þingsins í Bólivíu, Hormando Vaca Diez, líklega taka við embætti forseta landsins, mörgum til mikillar gremju, en slæmt ástand ríkir í landinu eftir að mótmælendur úr röðum frumbyggja tóku á sitt vald olíulindir BP og Repsoil í austurhluta landsins. Áður höfðu mótmælendur, sem krefjast þjóðnýtingar gasiðnaðarins í landinu, tekið olíudælustöð við landamærin að Chile og lokað fyrir olíuflutning. Öll starfsemi í landinu er svo gott sem lömuð og til óeirða hefur komið í höfuðborginni, La Paz. Gaslindir Bólivíu eru taldar þær næstmestu í Suður-Ameríku en tuttugu og sex erlend olíu- og gasvinnslufyrirtæki eru með starfsemi í landinu. Mótmælendurnir vilja ekki Diez í embætti forseta landsins. Ef það gerist segja sérfræðingar að líklegt sé að ástandið versni til muna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×