Halldór ekki vanhæfur 13. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðun segir hugleiðingarnar um óhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í sölu ríkisbankanna í raun óþarfar því hann hafi verið í veikindaleyfi þegar gengið var frá sölunni. Ráðherrann var í veikindaleyfi frá miðjum október fram í seinni hluta nóvember árið 2002. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem var boðaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan fimm þar sem Halldór skýrði frá niðurstöðu Ríkisendurskoðunar sem rannsakaði hvort hann hefði verið hæfur eða vanhæfur til að taka þátt í sölu ríkisbankanna sem ráðherra vegna tengsla sinna við fyrirtækið Hesteyri sem var að hálfu í eigu fjölskyldufyrirtækis Halldórs. Ríkisendurskoðandi ætlaði fyrst að afhenda fjárlaganefnd niðurstöðuna en hún fundar rétt fyrir hádegi á morgun. Skýrslan hefur ekki verið send fjölmiðlum. Í skýrslunni segir, í stuttu máli, að Halldór hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna á sínum tíma. Þegar leggja þurfi mat á það hvort hann hafi verið vanhæfur til setu í ráðherranefndinni verði að líta heilstætt á málið. Annars vegar sé til þess að taka að eignarhluti Haldórs í Skinney Þinganes hf. var aðeins 1,33% og hlutur venslafólks hans svaraði til u.þ.b. fjórðungs hlutafjár í félaginu. „Jafnframt voru hagsmunir Halldórs og venslafólks hans vegna óbeins hlutar í hinum selda hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins, í gegnum eignaraðild þeirra í Skinney Þinganesi hf., óverulegir miðað við umfang viðskiptanna. Hins vegar verður við matið á hugsanlegu vanhæfi að horfa til þess að lögformleg staða ráðherranefndarinnar er óljós, svo og eðli þeirra ákvarðana sem hún tekur,“ segir í skýrslunni samkvæmt því sem forsætisráðherra las fyrir fjölmiðlamenn. Halldór sagði að í niðurstöðum Ríkisendurskoðanda kæmi fram að það væri í raun óþarft að velta fyrir sér hæfi hans því hann hefði ekki tekið þátt í störfum ráðherranefndarinnar á því tímabili sem einhverjar ákvarðanir voru teknar. Hann var í veikindfríi frá 14. október til 26. nóvember 2002. Það er augljóst að forsætisráðherra hefur tekið umræðuna mjög nærri sér og persónulega. Hann sagðist aldrei hafa verið í vafa um hæfi sitt í málinu og að honum hafi sárnað sú umfjöllun sem átt hafi sér stað sl. daga og vikur. Það sé ný reynsla fyrir sig að vera sakaður um óheiðarleika eins og átt hafi sér stað undanfarið. „Ég er ýmsu vanur í stjórnmálum en ég ætlast til þess að fjölskylda mín sé látin í friði,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort ekki hefði verið rétt að skýra frá þessum tengslum opinberlega, burtséð frá mati Ríkisendurskoðanda, til að forðast umræðu af þessu tagi, sagði Halldór að „það gæti vel verið“ en út af fyrir sig reyndi aldrei á það því hann hafi „aldrei tekið þátt í þessu“. Halldór kvaðst vænta þess að stjórnarandstaðan sætti sig við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar. Alþingi hljóti nefnilega að treysta sinni eftirlitsstofnun. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Ríkisendurskoðun segir hugleiðingarnar um óhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í sölu ríkisbankanna í raun óþarfar því hann hafi verið í veikindaleyfi þegar gengið var frá sölunni. Ráðherrann var í veikindaleyfi frá miðjum október fram í seinni hluta nóvember árið 2002. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem var boðaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan fimm þar sem Halldór skýrði frá niðurstöðu Ríkisendurskoðunar sem rannsakaði hvort hann hefði verið hæfur eða vanhæfur til að taka þátt í sölu ríkisbankanna sem ráðherra vegna tengsla sinna við fyrirtækið Hesteyri sem var að hálfu í eigu fjölskyldufyrirtækis Halldórs. Ríkisendurskoðandi ætlaði fyrst að afhenda fjárlaganefnd niðurstöðuna en hún fundar rétt fyrir hádegi á morgun. Skýrslan hefur ekki verið send fjölmiðlum. Í skýrslunni segir, í stuttu máli, að Halldór hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna á sínum tíma. Þegar leggja þurfi mat á það hvort hann hafi verið vanhæfur til setu í ráðherranefndinni verði að líta heilstætt á málið. Annars vegar sé til þess að taka að eignarhluti Haldórs í Skinney Þinganes hf. var aðeins 1,33% og hlutur venslafólks hans svaraði til u.þ.b. fjórðungs hlutafjár í félaginu. „Jafnframt voru hagsmunir Halldórs og venslafólks hans vegna óbeins hlutar í hinum selda hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins, í gegnum eignaraðild þeirra í Skinney Þinganesi hf., óverulegir miðað við umfang viðskiptanna. Hins vegar verður við matið á hugsanlegu vanhæfi að horfa til þess að lögformleg staða ráðherranefndarinnar er óljós, svo og eðli þeirra ákvarðana sem hún tekur,“ segir í skýrslunni samkvæmt því sem forsætisráðherra las fyrir fjölmiðlamenn. Halldór sagði að í niðurstöðum Ríkisendurskoðanda kæmi fram að það væri í raun óþarft að velta fyrir sér hæfi hans því hann hefði ekki tekið þátt í störfum ráðherranefndarinnar á því tímabili sem einhverjar ákvarðanir voru teknar. Hann var í veikindfríi frá 14. október til 26. nóvember 2002. Það er augljóst að forsætisráðherra hefur tekið umræðuna mjög nærri sér og persónulega. Hann sagðist aldrei hafa verið í vafa um hæfi sitt í málinu og að honum hafi sárnað sú umfjöllun sem átt hafi sér stað sl. daga og vikur. Það sé ný reynsla fyrir sig að vera sakaður um óheiðarleika eins og átt hafi sér stað undanfarið. „Ég er ýmsu vanur í stjórnmálum en ég ætlast til þess að fjölskylda mín sé látin í friði,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort ekki hefði verið rétt að skýra frá þessum tengslum opinberlega, burtséð frá mati Ríkisendurskoðanda, til að forðast umræðu af þessu tagi, sagði Halldór að „það gæti vel verið“ en út af fyrir sig reyndi aldrei á það því hann hafi „aldrei tekið þátt í þessu“. Halldór kvaðst vænta þess að stjórnarandstaðan sætti sig við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar. Alþingi hljóti nefnilega að treysta sinni eftirlitsstofnun.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira