Halldór ekki vanhæfur 13. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðun segir hugleiðingarnar um óhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í sölu ríkisbankanna í raun óþarfar því hann hafi verið í veikindaleyfi þegar gengið var frá sölunni. Ráðherrann var í veikindaleyfi frá miðjum október fram í seinni hluta nóvember árið 2002. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem var boðaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan fimm þar sem Halldór skýrði frá niðurstöðu Ríkisendurskoðunar sem rannsakaði hvort hann hefði verið hæfur eða vanhæfur til að taka þátt í sölu ríkisbankanna sem ráðherra vegna tengsla sinna við fyrirtækið Hesteyri sem var að hálfu í eigu fjölskyldufyrirtækis Halldórs. Ríkisendurskoðandi ætlaði fyrst að afhenda fjárlaganefnd niðurstöðuna en hún fundar rétt fyrir hádegi á morgun. Skýrslan hefur ekki verið send fjölmiðlum. Í skýrslunni segir, í stuttu máli, að Halldór hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna á sínum tíma. Þegar leggja þurfi mat á það hvort hann hafi verið vanhæfur til setu í ráðherranefndinni verði að líta heilstætt á málið. Annars vegar sé til þess að taka að eignarhluti Haldórs í Skinney Þinganes hf. var aðeins 1,33% og hlutur venslafólks hans svaraði til u.þ.b. fjórðungs hlutafjár í félaginu. „Jafnframt voru hagsmunir Halldórs og venslafólks hans vegna óbeins hlutar í hinum selda hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins, í gegnum eignaraðild þeirra í Skinney Þinganesi hf., óverulegir miðað við umfang viðskiptanna. Hins vegar verður við matið á hugsanlegu vanhæfi að horfa til þess að lögformleg staða ráðherranefndarinnar er óljós, svo og eðli þeirra ákvarðana sem hún tekur,“ segir í skýrslunni samkvæmt því sem forsætisráðherra las fyrir fjölmiðlamenn. Halldór sagði að í niðurstöðum Ríkisendurskoðanda kæmi fram að það væri í raun óþarft að velta fyrir sér hæfi hans því hann hefði ekki tekið þátt í störfum ráðherranefndarinnar á því tímabili sem einhverjar ákvarðanir voru teknar. Hann var í veikindfríi frá 14. október til 26. nóvember 2002. Það er augljóst að forsætisráðherra hefur tekið umræðuna mjög nærri sér og persónulega. Hann sagðist aldrei hafa verið í vafa um hæfi sitt í málinu og að honum hafi sárnað sú umfjöllun sem átt hafi sér stað sl. daga og vikur. Það sé ný reynsla fyrir sig að vera sakaður um óheiðarleika eins og átt hafi sér stað undanfarið. „Ég er ýmsu vanur í stjórnmálum en ég ætlast til þess að fjölskylda mín sé látin í friði,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort ekki hefði verið rétt að skýra frá þessum tengslum opinberlega, burtséð frá mati Ríkisendurskoðanda, til að forðast umræðu af þessu tagi, sagði Halldór að „það gæti vel verið“ en út af fyrir sig reyndi aldrei á það því hann hafi „aldrei tekið þátt í þessu“. Halldór kvaðst vænta þess að stjórnarandstaðan sætti sig við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar. Alþingi hljóti nefnilega að treysta sinni eftirlitsstofnun. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Ríkisendurskoðun segir hugleiðingarnar um óhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í sölu ríkisbankanna í raun óþarfar því hann hafi verið í veikindaleyfi þegar gengið var frá sölunni. Ráðherrann var í veikindaleyfi frá miðjum október fram í seinni hluta nóvember árið 2002. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem var boðaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan fimm þar sem Halldór skýrði frá niðurstöðu Ríkisendurskoðunar sem rannsakaði hvort hann hefði verið hæfur eða vanhæfur til að taka þátt í sölu ríkisbankanna sem ráðherra vegna tengsla sinna við fyrirtækið Hesteyri sem var að hálfu í eigu fjölskyldufyrirtækis Halldórs. Ríkisendurskoðandi ætlaði fyrst að afhenda fjárlaganefnd niðurstöðuna en hún fundar rétt fyrir hádegi á morgun. Skýrslan hefur ekki verið send fjölmiðlum. Í skýrslunni segir, í stuttu máli, að Halldór hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna á sínum tíma. Þegar leggja þurfi mat á það hvort hann hafi verið vanhæfur til setu í ráðherranefndinni verði að líta heilstætt á málið. Annars vegar sé til þess að taka að eignarhluti Haldórs í Skinney Þinganes hf. var aðeins 1,33% og hlutur venslafólks hans svaraði til u.þ.b. fjórðungs hlutafjár í félaginu. „Jafnframt voru hagsmunir Halldórs og venslafólks hans vegna óbeins hlutar í hinum selda hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins, í gegnum eignaraðild þeirra í Skinney Þinganesi hf., óverulegir miðað við umfang viðskiptanna. Hins vegar verður við matið á hugsanlegu vanhæfi að horfa til þess að lögformleg staða ráðherranefndarinnar er óljós, svo og eðli þeirra ákvarðana sem hún tekur,“ segir í skýrslunni samkvæmt því sem forsætisráðherra las fyrir fjölmiðlamenn. Halldór sagði að í niðurstöðum Ríkisendurskoðanda kæmi fram að það væri í raun óþarft að velta fyrir sér hæfi hans því hann hefði ekki tekið þátt í störfum ráðherranefndarinnar á því tímabili sem einhverjar ákvarðanir voru teknar. Hann var í veikindfríi frá 14. október til 26. nóvember 2002. Það er augljóst að forsætisráðherra hefur tekið umræðuna mjög nærri sér og persónulega. Hann sagðist aldrei hafa verið í vafa um hæfi sitt í málinu og að honum hafi sárnað sú umfjöllun sem átt hafi sér stað sl. daga og vikur. Það sé ný reynsla fyrir sig að vera sakaður um óheiðarleika eins og átt hafi sér stað undanfarið. „Ég er ýmsu vanur í stjórnmálum en ég ætlast til þess að fjölskylda mín sé látin í friði,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort ekki hefði verið rétt að skýra frá þessum tengslum opinberlega, burtséð frá mati Ríkisendurskoðanda, til að forðast umræðu af þessu tagi, sagði Halldór að „það gæti vel verið“ en út af fyrir sig reyndi aldrei á það því hann hafi „aldrei tekið þátt í þessu“. Halldór kvaðst vænta þess að stjórnarandstaðan sætti sig við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar. Alþingi hljóti nefnilega að treysta sinni eftirlitsstofnun.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira