Rætt við ríkisendurskoðanda

Fjárlaganefnd Alþingis kemur saman nú í hádeginu til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðanda um hæfi forsætisráðherra til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi verður kallaður fyrir nefndina. Stjórnarandstaðan telur ýmislegt orka tvímælis í úttekt hans á hæfi forsætisráðherra og ætlar að ákveða næstu skref í málinu eftir fundinn í dag.