Innlent

Hæstiréttur ómerkti dóm héraðsdóms

Máli þriggja pólskra verkamanna sem handteknir voru í mars vegna gruns um að þeir störfuðu hér á landi án atvinnuleyfa var vísað aftur til héraðsdóms fyrir Hæstarétti í gær. Höfðu mennirnir verið dæmdir hver um sig til mánaðar fangelsisvistar skilorðsbundið fyrir Héraðsdómi Suðurlands en niðurstaða Hæstaréttar var að sá dómur yrði ómerktur gerður. Segir í dóminum að mönnunum þremur hafi ekki verið gefin nægur tími til að ákvarða hvort þeir ættu að ráðfæra sig við verjanda áður en þeir tækju þá ákvörðun um hvort halda skildi uppi vörnum. Hefði héraðsdómari átt að beina þeim tilmælum til mannanna að taka sér frest til að ákveða slíkt en einnig fann Hæstiréttur að því að af framburði ákærðu fyrir dómi verði ekki ráðið að mennirnir hafi skýlaust játað sakargiftir. Var það því niðurstaðan að vísa málinu aftur fyrir Héraðsdóm Suðurlands til löglegrar meðferðar og fangelsisdómurinn yfir Pólverjunum dæmdur ómerktur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×