Ríkisendurskoðandi lauk rannsókn 16. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðandi lauk nú undir kvöld endurskoðun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna eftir að hafa fengið enn eitt atriðið til úrlausnar í dag. Nýjar upplýsingar, sem lagðar voru fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis, bentu til að eignarhlutur Halldórs Ásgrímssonar og fjölskyldu hans í fyrirtækjum, sem tengdust bankasölunni, væri stærri en gert var ráð fyrir í fyrri könnun Ríkisendurskoðanda. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi kom fyrir fjárlaganefnd í dag þar sem á dagskrá var minnisblað hans um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Stjórnarandstaðan hefur gert fjölmargar athugsasemdir við þá niðurstöðu Ríkisendurskoðanda að ástæðulaust væri að véfengja hæfi ráðherra. Meðal annars var svara vænst við því með hvaða rökum Ríkisendurskoðandi hafi dregið vanhæfismörk við um 26 prósenta hlut forsætisráðherra og fjölskyldu hans í Skinney-Þinganesi. Á fundinum lagði Helgi Hjörvar hins vegar fram gögn sem benda til þess að hlutur forsætisráðherra og venslamanna hans í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi sé stærri en Ríkisendurskoðandi gerir ráð fyrir í minnisblaði sínu. Einar Már Sigurðarson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, sagði að það sem fram hefði komið á fundinum og hefði vakið undrun væri að í ljós hefði komið að einn af stærri hluthöfum í Skinney-Þinganesi væri ekki talinn með inn í venslatengslum við forsætisráðherra en þar gæti verið um tengsl að ræða. Talið var að afkomendur Ásgríms Halldórssonar, föður forsætisráðherra, og hafi á tíma sölunnar átt um fjórðungshlut í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi. Upplýsingarnar sem lagðar voru fram í dag gefa til kynna að sá hlutur sé nær þriðjungi og þá í gegnum fyrirtækið Ketillaug. Skinney Þinganes átti helmingshlut í Hesteyri. Hesteyri átti fjórðungshlut í Keri sem leiddi samningaviðræðurnar um Búnaðarbankann fyrir hönd S-hópsins. Ríkisendurskoðandi kannaði hvort um réttar upplýsingar væri að ræða og þá hvort niðurstaða minnisblaðsins um hæfi forsætisráðherra til að fjalla um sölu Búnaðarbankans stæðist. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi ólíklegt að þessar nýju upplýsingar breyttu niðurstöðunni. Stjórnarandstaðan beið átekta. Einar sagði í dag að yrði niðurstaðan einhver önnur en í fyrra minnisblaðinu yrði að sjálfsögðu haldinn aftur fundur í fjárlaganefnd. Ríkisendurskoðandi lauk athugun sinni undir kvöld og segir að þessar nýju upplýsingar breyti engu, Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna. Lögfræðingi félagsins Skinney-Þinganess hafði sést yfir hlut venslafólks Halldórs í öðru fyrirtæki sem átti um 18 prósent í Skinney-Þinganesi. Forsætisráðherra sjálfur átti þó ekkert í því. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ríkisendurskoðandi lauk nú undir kvöld endurskoðun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna eftir að hafa fengið enn eitt atriðið til úrlausnar í dag. Nýjar upplýsingar, sem lagðar voru fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis, bentu til að eignarhlutur Halldórs Ásgrímssonar og fjölskyldu hans í fyrirtækjum, sem tengdust bankasölunni, væri stærri en gert var ráð fyrir í fyrri könnun Ríkisendurskoðanda. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi kom fyrir fjárlaganefnd í dag þar sem á dagskrá var minnisblað hans um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Stjórnarandstaðan hefur gert fjölmargar athugsasemdir við þá niðurstöðu Ríkisendurskoðanda að ástæðulaust væri að véfengja hæfi ráðherra. Meðal annars var svara vænst við því með hvaða rökum Ríkisendurskoðandi hafi dregið vanhæfismörk við um 26 prósenta hlut forsætisráðherra og fjölskyldu hans í Skinney-Þinganesi. Á fundinum lagði Helgi Hjörvar hins vegar fram gögn sem benda til þess að hlutur forsætisráðherra og venslamanna hans í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi sé stærri en Ríkisendurskoðandi gerir ráð fyrir í minnisblaði sínu. Einar Már Sigurðarson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, sagði að það sem fram hefði komið á fundinum og hefði vakið undrun væri að í ljós hefði komið að einn af stærri hluthöfum í Skinney-Þinganesi væri ekki talinn með inn í venslatengslum við forsætisráðherra en þar gæti verið um tengsl að ræða. Talið var að afkomendur Ásgríms Halldórssonar, föður forsætisráðherra, og hafi á tíma sölunnar átt um fjórðungshlut í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi. Upplýsingarnar sem lagðar voru fram í dag gefa til kynna að sá hlutur sé nær þriðjungi og þá í gegnum fyrirtækið Ketillaug. Skinney Þinganes átti helmingshlut í Hesteyri. Hesteyri átti fjórðungshlut í Keri sem leiddi samningaviðræðurnar um Búnaðarbankann fyrir hönd S-hópsins. Ríkisendurskoðandi kannaði hvort um réttar upplýsingar væri að ræða og þá hvort niðurstaða minnisblaðsins um hæfi forsætisráðherra til að fjalla um sölu Búnaðarbankans stæðist. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi ólíklegt að þessar nýju upplýsingar breyttu niðurstöðunni. Stjórnarandstaðan beið átekta. Einar sagði í dag að yrði niðurstaðan einhver önnur en í fyrra minnisblaðinu yrði að sjálfsögðu haldinn aftur fundur í fjárlaganefnd. Ríkisendurskoðandi lauk athugun sinni undir kvöld og segir að þessar nýju upplýsingar breyti engu, Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna. Lögfræðingi félagsins Skinney-Þinganess hafði sést yfir hlut venslafólks Halldórs í öðru fyrirtæki sem átti um 18 prósent í Skinney-Þinganesi. Forsætisráðherra sjálfur átti þó ekkert í því.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira