Erlent

ESB: Staðfestingarferlinu frestað

Staðfestingarferli stjórnarskár Evrópusambandins hefur verið slegið á frest. Ákveðið var á leiðtogafundi sambandsins í Brussel í gærkvöld að framlengja frestinn sem aðildarþjóðir hafa til að samþykkja stjórnarskrána. Stefnt hafði verið að því að allar 25 aðildarþjóðirnar myndu samþykkja skrána fyrir nóvember á næsta ári en eftir að hún var kolfelld í þjóðaratkvæðagreiðslu í Frakklandi og Hollandi mátti ljóst vera að af því yrði ekki. Eftir fund leiðtoganna í gær lýstu forsætisráðherrar Danmörku, Írlands og Portúgals því yfir að fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreislu í löndunum yrði frestað. Hvort eða hvenær staðfestingarferli stjórnarskrár Evrópusambandsins hefst að nýju er á huldu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×