Tólf Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Þeir eru:
1. Dr. Bjarni Guðmundsson, prófessor, Hvanneyri, riddarakross, fyrir landbúnaðarrannsóknir
2. Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum, riddarakross, fyrir störf að velferðarmálum unglinga
3. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður, Bretlandi, riddarakross, fyrir íþróttaafrek
4. Eyjólfur Sigurðsson, forseti Kiwanis International, Bandaríkjunum, riddarakross, fyrir störf í þágu félagsmála á alþjóðavettvangi
5. Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, Kópavogi, riddarakross, fyrir störf í þágu lista og menningar
6. Dr. Haraldur Sigurðsson, jarðfræðingur, Bandaríkjunum, riddarakross, fyrir vísindastörf
7. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, Garðabæ, riddarakross, fyrir störf í þágu löggæslu og fíkniefnavarna
8. Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Austfars, Seyðisfirði, riddarakross, fyrir framlag til samgangna og ferðamála
9. Leifur Breiðfjörð, listamaður, Reykjavík, riddarakross, fyrir framlag til glerlistar
10. Páll Samúelsson, stjórnarformaður Toyota, Mosfellsbæ, riddarakross, fyrir framlag til viðskiptalífs og menningar
11. Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðarmaður, Reykjavík, riddarakross, fyrir framlag til heimildamyndagerðar
12. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í þágu sveitastjórnarmála
