Erlent

Chirac samþykkir frestun

Jacques Chirac, forseti Frakklands, sagði fyrir stundu að hann væri reiðubúinn að fresta atkvæðagreiðslu um tillögu þess efnis að Bretar fái ekki lengur afslátt af gjöldum Evrópusambandsins, gegn því að það verði til þess að breyting verði á fjárframlögum til sambandsins í heild. Bretar höfnuðu hins vegar tillögunni skömmu síðar. Frakkar hafa beitt Breta miklum þrýstingi undanfarið til þess að fá þá til að falla frá afslætti af framlögum til sambandsins sem þeir hafa fengið frá 1984. Bretland var á þeim árum eitt af fátækari löndum ESB. Það logar stafna á milli á leiðtogafundi Evrópusambandins sem hófst í Brussel í gær. Samþykkt stjórnarskrársáttmála sambandsins hefur verið slegið á frest um óákveðinn tíma og nú er hart tekist á um fjárframlög þjóðanna í sameiginlega sjóði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×